25 janúar 2007

Er fólk fífl?

Ég bý ein og þarf þar af leiðandi stundum að takast á við hluti sem væri þægilegra að láta einhvern annan gera. Ég redda mér samt alltaf, hvort sem þarf að skrúfa lokið af krukku eða finna upptök skringilegra hljóða. Hætti mér meira að segja upp á háaloft á Skýlinu einu sinni á næturvakt því það var svo skrýtið hljóð sem ég heyrði. Gat upplýst morgunvaktina um að það vantaði batterí í reykskynjarann á háaloftinu. Ég ætti kannski bara að hringja á lögguna næst þegar ég þarf hjálp eins og þessi gerði.... Spurning hvort þeir tækju vel í það að koma og opna krukku fyrir unga stúlku í mikilli neyð því hana langar svo í nachos......

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú bara segist vera dökkhærð í stuttum kjól og flegnum... Og bætir við karlmannslaus... Þá mæta þeir á nóinu!!

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki grín??? Ég er vissum að þessi aðili hefur ekki verstfirskt blóð í æðunum...jahérnahér....
kv. Ella

Erla Perla sagði...

Jájá, það er ágætis trix.. Held ég forðist samt í lengstu lög að nota það...

Nákvæmlega Ella, maður hefði ekki keypt þetta ef það hefði verið 1. apríl..