Ég veit núna...
hvenær ég er leiðinlegur nágranni. Það er þegar ég er að horfa á handbolta. Ég er búin að hrópa og kalla og hoppa um alla stofu og sjónvarpið auðvitað í botni. Held að ég hafi brennt meiru á meðan á leiknum stóð heldur en í jóganu áðan. Sá glitta í Huldu og Stefán nokkrum sinnum. Öfundaði þau ekkert... Nei hvern er ég að blekkja, það á náttúrulega bara að lemja svona fólk. Pant giftast strák sem fer með mig í brúðkaupsferð á HM í handbolta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli