02 janúar 2007

Skaupið

Mikið var ég undrandi á því að sjá á netinu að fólk hefði almennt ekki verið hrifið af skaupinu. Ég skemmti mér konunglega yfir því, sérstaklega þegar þeir drekktu Valgerði :p Það eina sem ég sá að því var hvað það fjallaði mikið um virkjanamál. Það er málefni sem var svo gjörsamlega nauðgað í fjölmiðlum í fyrra að mér fannst óþarfi að hafa það svona áberandi í skaupinu líka. Löngu búin að fá leið á þessum virkjanaumræðum. En skaupið var fínt, alveg eing og mér finnst það oftast.

Ég held að það væri þjóðráð fyrir þá sem tuða um að láta leggja skaupið niður að temja sér nú bara jákvæða hugsun og horfa á skaupið með jákvæðu hugarfari - þá þarf mikið að klúðrast til að maður verði fyrir vonbrigðum. Maður getur nefnilegast ekki ætlast til þess að liggja í krampakasti allan klukkutímann sem skaupið stendur yfir þegar það á að höfða til sem flestra. Spurning um að minnka aðeins kröfurnar og hafa bara gaman af ;)

Engin ummæli: