Það er kalt úti!! Ég er í vinnunni og er alveg að krókna úr kulda. Mamma er bara í símanum og hefur engan tíma til að hjálpa mér. Ekki sniðugt. Ég blogga þá bara á meðan :p
Ég fór til mömmu í gær að horfa á Idolið. Við ákváðum að kjósa ekkert. Það var bara engin þarna sem skaraði fram úr. Alveg ótrúlega lame þáttur eitthvað. Annars festist ég alveg yfir Djúpu lauginni. Grease liðið var með hana og hann Gói fór á kostum. Hann var með snilldar spurningar - hvaða minnihlutahópi tilheyrir þú? Þetta minnti mann á gamla Kvennótíma, hann og vinir hans voru algjörir jólasveinar þá og eru það greinilega enn.
Annars er þetta búin að vera leiðindavika með alls kyns böggi. Ég er orðin alveg sannfærð um að fólk er fífl og langar að láta lúberja sumt fólk. Annars ætla ég ekkert að fara út í svoleiðis mál hér, þið getið bara horft á þetta í sjónvarpinu þegar við verðum búin að selja sjónvarpsréttinn að öllu saman :p Annars ætla ég bara að hafa það rólegt yfir helgina. Vera dugleg að læra og svona. Það verður djammað og slappað aðeins af eftir 17. nóvember þegar ég verð búin að skila ritgerðunum sem ég þarf að byrja að vinna.
Jæja, ætla að hætta að slæpast svona og drífa mig að klára að vinna. Fer svo heim að læra. Býst við að ég fari í mat til mömmu í kvöld, hún er búin að lofa að elda fyrir mig hjörtu með brúnni sósu og kartöflumús. Namm!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli