29 febrúar 2004

Jæja, minnz er bara búinn að vera rólegur yfir helgina. Ég fór snemma að sofa bæði á föstudags- og laugardagskvöldið. Röggi bró og Hrafnhildur komu í mat í gærkvöldi og það var bara fínt. Rólegheit og spjall. Alltaf gaman að því. Ég fór svo að læra í dag og tók smá frænkudag með Kidda. Við fórum aftur niður að tjörn að gefa öndunum og svo heimtaði púkinn að fara aftur á kaffihús. Uppáhalds frænkan verður náttla að standa undir nafni og ef fram heldur sem horfir verðum við frændsystkinin fastagestir á Brennslunni. Það er ekki hægt að segja annað en að púkinn hafi góðan smekk! :p Til að fullkomna dekrið var farið heim til mín í bíló og svo var dansað eftir teknótónlist síðan að frænkan var ,,ung". Kiddi fékk lánaða nokkra diska með best of lögum gelgjutímans míns og vakti það mikla lukku. Það er svo spurning hvernig þessi tónlist á eftir að leggjast í foreldrana!

Á morgun þarf ég svo að taka daginn öfga snemma. Er búin að vera með í maganum yfir að þurfa að vakna svona snemma í marga daga! Nú fer að líða að æfingakennslu hjá okkur og næstu 4 daga verðum við í áheyrn hjá viðtökukennaranum okkar. Nú fer maður að leggjast yfir kennsluáætlanir og plana 2ja vikna æfingakennslu. Þetta á örugglega eftir að verða gaman þó svo að við kvíðum allar pínu fyrir. Ég er svo að vona að ég nái að kíkja í búðir á morgun að kaupa sængurgjöf fyrir hann ,,Fjólmund". Það er einhvern vegin engin tími fyrir búðarráp hjá manni. Maður þarf víst að fara að huga að skírnargjöf líka, spurning hvort ég nái að virkja yngri systkini mín í að hugsa um það!

Jæja, ætla að henda mér í háttinn svo að það sé einhver möguleiki á því að ég vakni í fyrramálið!!

Engin ummæli: