Eitt sem ég gleymdi - það átti að draga mig á djammið á laugardagskvöldið en um miðjan dag fékk ég sms; djamminu er frestað í kvöld vegna veðurs. Ég leit nú út um gluggann til að athuga hvort það væri komin einhver stórhríð en svo reyndist nú ekki vera. Það var bara hefðbundið Reykjavíkurveður - rok og rigning - úti. Ása og Anna Þóra verða hér eftir uppnefndar Pappírs Pésar! Það er náttla óþarfi að taka fram að í borg óttans, þar sem veðrið breytist á klukkutíma fresti, var komið hið fínasta veður um kvöldið. Djamminu frestað vegna veðurs.... Fuss og svei segi ég bara!
(ekki það að ég hafi verið í djammgírnum - en þá nennir maður bara ekki út, frestar ekki djammi vegna veðurs!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli