25 júní 2004

Þetta var nú meiri leikurinn í gær. Ég verð að viðurkenna að ég var að vona að Englendingarnir myndu merja þetta en Portúgalarnir áttu þetta samt fyllilega skilið. Tími Englendinga á stórmóti er greinilega ekki kominn ennþá.

Annars hefur vikan nú bara verið róleg. Ég hef setið heima og horft á EM og saumað út yfir leikjunum. Kláraði allan krosssauminn í gær og á því bara eftir að setja inn útlínurnar og þá er myndin tilbúin. Bara gaman að því. Þá fer maður að leita að mynd til að sauma fyrir Arnar Pál. Helgin verður eflaust bara róleg aftur. Agnes er að fara á færeyska daga í Ólafsvík, ég nennti ekki með. Tveggja daga fyllerí var einhvern vegin ekkert að heilla mig - ellimerki?

Það eru meira að segja komnir bakþankar með þjóðhátíðina. Ég ákveð það eftir helgi hvort ég borga miðann í dallinn eða ekki. Kiddi og Hildur eru líka tvístígandi, ætla kannski bara að koma upp á land, en mér heyrist á Pétri og Geira að þeir ætli. Kannski maður fari bara á sunnudeginum eða eitthvað.. Það kemur bara í ljós.

Engin ummæli: