Jæja, þetta var nú meiri rólegheita helgin. Ég fór í bíó með Öggu og Agnesi á föstudagskvöldið. Við sáum Harry Potter að sjálfsögðu. Ég var ekkert yfir mig hrifin af myndinni, mér fannst óþarfi að skálda inn í atburðarrásina og svo fannst mér vanta ákveðin atriði sem auðveldlega hefði verið hægt að hafa í samræmi við bókina. Þessi mynd náði allavegana síst minni upplifun af bókunum. Emma Thompson var hins vegar frábær sem prófessor Trelawney. Nýr Dumbledore var samt engan vegin að gera sig, náði ekki sama valdmannslega brag og hinn gamli. Ég held líka að það geti verið erfitt fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina að fatta allt í myndinni, söguþráðurinn byggir á því að fólk þekki bókina. Það pirraði mig soldið að mikið af samtölunum var beint upp úr bókinni en atburðarrásinni í kringum þau oft breytt óþarflega mikið. Þetta er samt must mynd að sjá en það er ástæða fyrir því að ég hef lítinn áhuga á að eiga Harry Potter myndirnar...
Á laugardaginn kíktum við Agnes í Ikea og puntuðum aðeins heima hjá okkur. Ég var svo að hjálpa Öggu Pöggu að mála nýju íbúðina. Við erum snilldar málarar!
Í gær var bara legið í leti. Horft á formúlu (pleh, won´t go there, minnz kláraði allavegana og það í stigasæti!) og snilldar leik á EM. Maður hálf vorkenndi Englendingunum eftir að hafa verið miklu betri aðilinn allan leikinn að tapa þessu svona. En þeir kláruðu ekki allan leikinn, héldu að þetta væri búið eftir 90 mínúturnar. Ég fór svo snemma upp í rúm og lá límd yfir The Da Vinci Code. Öfga spennandi bók - mæli með henni!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli