Hver sér um þrif á kaffistofunni á þínum vinnustað??
Hérna á höfðanum á ekki að vera neinn í því starfi og ætlast er til þess að fólk gangi frá eftir sig sjálft og haldi kaffistofunni skikkanlegri. Það þarf kannski ekki að taka það fram að það gera það fæstir. Uppvaskið venjulega hleðst upp, ruslið yfirfyllist og liðið meira að segja bíður eftir því að einver annar lagi kaffi fyrir það. Nýjast hjá þeim er að raða könnunum sínum upp í röð við hliðina á kaffivélinni - án þess þó að nokkrum detti í hug að setja hana af stað.
Mér finnst þetta alveg ótrúlegur sóðaskapur og síðan ég byrjaði hérna allan daginn hef ég alltaf vaskað upp í hádeginu, skipt um rusl og gengið aðeins frá. Náttla það besta sem fyrir sóðana gat komið! En af hverju gengur fólk svona illa um? Er fólki bara orðið sama um allt í kringum sig og treystir á að aðrir þrífi upp eftir sig??
Ég sannfærist alltaf meira og meira um það að fólk er fífl!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli