13 nóvember 2006

Ekki hæf til útgerðar

Helginni var eytt með vinnufélögunum á Sólheimum í Grímsnesi. Það var hinn besta skemmtun og kann ég mömmu og Sveinbirni bestu þakkir fyrir. Sérstaklega fyrir að hafa tekið mig með heim aftur. Það sem stendur upp úr eftir ferðina er að konan hafi ekki verið hæf til útgerðar og þarf fólk að fara á Draugasetrið á Stokkseyri til að fá frekari útskýringar á því. Eins urðu glottin eftir á Sólheimum, ásamt lífrænt ræktaða bjórnum, rauðvíninu og hvítvíninu - sem er reyndar vel hægt að mæla með. Fólk þarf samt að gera sér ferð á Sólheima til að fá sér flösku af slíku góðgæti, tilvalið að ná sér í glott í leiðinni og glotta eins og fífl alla leiðina heim ;)

Engin ummæli: