Kveðja
Við kveðjum í dag mann sem hefur reynst fjölskyldunni minni afar vel og alltaf verið til staðar þegar við þurftum á að halda. Mig langar að setja hérna inn ljóðið sem Dagný systir fann til að setja í minningargreinina frá okkur systkinunum um leið og ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur í Keflavíkina. Þú veist hvar við erum Sigrún mín ef það er eitthvað sem við getum gert.
Hér við lífsins leiðarenda
leitar klökkur hugurinn.
Hjartans þakkir því skal senda
þér, og kveðjur vinur minn.
Meðan ég er moldum yfir
man ég okkar kynni vel.
Þín í anda áfram lifir
alúð, tryggð og vinarþel.
(höf. Óþekktur)
(höf. Óþekktur)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli