Ég vil benda fólki á að hlusta á Laufskálann síðan í gær á ruv.is. Þar var verið að spjalla við hann Valdimar Víðisson, frænda minn, sem er skólastjóri í Grunnskólanum á Grenivík. Ég hlustaði á þáttinn í gær og hann stóð sig frábærlega og margt varið í það sem hann hafði að segja.
Annars hef ég ekki mikið að segja þessa dagana, vaskur og jólapróf framundan. Ég hef ekki nennt að tjá mig um þessi innflytjendamál hérna aðallega vegna þess að mér finnst umræðan á sorglegu plani. Mér finnst fólk alveg jafn sorglegt sem vill halda öllum útlendingum frá landinu og þeir sem stimpla alla sem rasista sem vilja ræða þessi mál. Í mínum huga er hvorki gott að loka landinu fyrir útlendingum né að hafa aðgang þeirra að landinu alveg frjálsan og ég neita að láta stimpla mig sem rasista fyrir að vilja ekki frjálst flæði innflytjenda til landsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli