Árviss viðburður...
en kemur Reykvíkingum alltaf jafn mikið á óvart. Að sjálfsögðu er ég að tala um fyrsta alvöru snjóinn. Ég skemmti mér konunglega áðan við að fylgjast með einni gellu í blokkinni á móti moka upp bílinn sinn - ef hægt er að segja svo. Það var smá skafl fyrir aftan bílinn og þurfti kannski að moka smá. Þetta tók hana hins vegar góðan hálftíma og hún mokaði öllu fyrir bílana sem voru við hliðina á henni. Ég hefði náð í hana og látið hana moka frá þeim bílum líka ef ég hefði átt þá. Það er svo alveg magnað að Lögreglan þurfi að taka það fram í fjölmiðlum að fólk eigi ekki að vera á ferðinni á sumardekkjum. Fólk er fífl - það er eiginlega ekki hægt að segja annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli