21 nóvember 2006

VILTU KOMA ÞÉR Á FÆTUR!!!!

Það búa afar, tja hvað skal segja - skrautlegar kannski, mæðgur fyrir ofan mig. Undanfarna morgna hefur dóttirin greinilega átt afar erfitt með að koma sér á fætur en þrátt fyrir að ég hafi lítið sem ekkert hitt þessar mæðgur eða spjallað við þær þá veit ég það að þær eru alltaf samferða út á morgnana. Venjulega hrekk ég upp við það þegar mamman kallar á dóttur sína að fara að koma sér á fætur - og hún öskrar eitthvað misskiljanlegt til baka. Mér bregður ennþá það mikið við öll þessi læti að ég tek þetta hreinlega til mín og hrökklast fram úr rúminu sjálf. Það er kannski bara ágætt, ég sef þá ekki yfir mig á meðan.

Engin ummæli: