28 nóvember 2006

Grenj....

Pabbi ætlaði að vera svo góður að kaupa fyrir mig ilmvatn í fríhöfninni á leiðinni heim. En nei, ilmvatnið mitt var hvorki til í Köben né í Keflavík og nú þarf ég víst að fara að finna mér nýtt ilmvatn - og believe you me það tók laaaangan tíma að finna þessa lykt. Kannski spurning um að kíkja inn í allar snyrtivörubúðir sem verða á vegi mínum í jólagjafaleiðöngrum og sjá hvort að þar leynist eitt glas af Simply frá Clinique.... Ef allir góðir englar vaka yfir mér finn ég kannski líka sólarpúður frá Lancome - þetta gamla góða í stóru boxunum. Hvað er málið með snyrtivöruframleiðendur að hætta alltaf framleiðslu á bestu vörunum??

Engin ummæli: