30 nóvember 2003

Hún Rebekka Líf frænka mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín :)

Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Síðustu tvær vikur hafa meira og minna einkennst af vinnu og lærdómi. Voðalega lítið annað búið að gera. Á seinustu helgi fór ég til mömmu á föstudagskvöldinu að horfa á Idolið. Svo var vinna daginn eftir og lært fram á kvöld. Ég var komin í bælið kl. 10 (á laugardagskvöldi I know.. en ég var bara svo þreytt!!) og svaf út á sunnudeginum. Það var svo lært um daginn og matur hjá mömmu um kvöldið. Mánudagur-Miðvikudagur var bara skóli fyrir hádegi, unnið eftir hádegi og lært um kvöldið. Á fimmtudaginn var líka skóli fyrir hádegi og vinna eftir hádegi en ég þurfti ekki að læra um kvöldið! Ég fór því í ljós og hafði það kósý fyrir framan imbann. Á föstudaginn var ég að vinna fyrir hádegi, skóli til 3, var með Valdimar til 6 og var svo mætt upp í Húsgagnahöll með Agnesi rétt fyrir átta. Þar vorum við að fara að vinna á barnum í staffapartýi hjá Kaupás. Það var svaka stemming á liðinu og við Agnes kláruðum þó nokkra bjórkúta - enda afspyrnu afkastamiklir barþjónar :p Við vorum búnar þarna rét fyrir 1 og þá var bara drifið sig heim enda vinna daginn eftir.

Í gær var ég að vinna til hálf 4, fór svo heim og var löt þangað til að Haukur kom með Kristinn Breka kl. 6. Púkinn fékk að skreyta jólatréð hjá frænku sinni og það var svaka flott hjá honum. Skrautið verður samt eflaust eitthvað minnkað í vikunni.. Það fór bókstaflega ALLT úr kassanum á tréð og það var ekki alveg ætlunin. Fyrir þá sem það ekki vita þá er jólatréð mitt gamalt tré sem hann langafi minn smíðaði og gaf ömmu minni í afmælisgjöf einhvern tíman. Mér finnst því allt í lagi að setja það upp núna af því að það er ekki alveg hefðbundið. Anyways, púkinn fékk að sofa hjá frænku sinni og við höfðum það svaka gott saman. Rakel, Agga og Kolfinna komu í heimsókn í gærkvöldi. Ég gerði heitt súkkulaði og þeytti rjóma og það var svaka huggulegt hjá okkur. Ætlunin var að spila en þegar til kom nenntum við því ekki og horfðum bara á barnamyndir á vídeó :p Haukur sótti Kidda í hádeginu í dag og þá var náttla ekkert að gera nema að drífa sig að læra. Sem ég er alveg að fara að gera. Stærðfræðipróf á miðvikudaginn og ég er orðin pínu kvíðin. Hef látið þennan kúrs sitja pínu á hakanum - en þá er bara að spýta í lófana og ná að minnsta kosti 7!!

Eftir miðvikudaginn á ég þrjú próf eftir. Þroskasálfræði 8. des, inngangur að uppeldisvísindum 11. des og menning og samfélag 17. des. Allt mikil lestrarfög sem ég ætla mér að rúlla upp með stæl! En jæja, ef ég ætla mér að rúlla upp þessum prófum verð ég víst að fara að læra eitthvað. Hérna fyrir neðan er linkur inn á próf sem ég bjó til og sendi nokkrum vinum mínum - þið getið spreytt ykkur á þessu ef þið viljið athuga hversu vel þið þekkið mig ;)


Take my Quiz on QuizYourFriends.com!

27 nóvember 2003

Það var verið að kvarta við mig að ég væri alveg hætt að blogga almennilega, það væri ekki hægt að fylgjast með mér lengur. En ég lofa bót og betrun í þeim efnum. Skrifa almennilega á morgun eða hinn...

Úff, segi bara enn og aftur, ég skil ekki fólk sem gerir bókhald að ævistarfi..

Annars er heimasíðan mín í upplýsingatækni tilbúin fyrir þá sem vilja skoða ,,hæfni" mína í heimasíðugerð....

26 nóvember 2003

Þegar ég var í 4. bekk í menntó skrifaði ég stúdentsritgerð um einbúa. Þar fjallaði ég sérstaklega um Gísla á Uppsölum. Við heimildavinnu fyrir ritgerðina komst ég yfir bók með dagbókarbrotum og ljóðum Gísla og þar kom fram ástæðan fyrir því að maðurinn einangraði sig svona frá umheiminum. Hann var lagður í einelti þegar hann fór á Bíldudal á sínum yngri árum og honum sveið það svo sárt að hann einangraði sig í Selárdalnum. Mér finnst alveg merkilegt að Ómar Ragnarsson sé að koma fram með þessar staðreyndir í dag en bókin með ljóðunum og dagbókarbrotunum kom út eftir andlát Gísla árið 1987. Hann er núna að gefa út e-n DVD disk skilst mér þar sem þetta kemur fram og hann vill vekja athygli á ástæðu þess að Gísli einangraði sig. Betra er seint en aldrei en af hverju í ósköpunum forvitnaðist enginn af þeim sem skrifuðu um Gísla og heimsóttu hann um ástæður þess að hann bjó þarna einn??

Ég held að við megum öll taka það til okkar. Við dæmum fólk sem skrýtið þegar það fylgir ekki viðmiðum og gildum samfélagsins en við pælum aldrei í því af hverju fólk er eins og það er. Ég held að það sé nokkuð ljóst að maðurinn sé í eðli sínu vondur. Sorglegt en satt.

23 nóvember 2003

Jæja, þá er ég mætt upp á Höfða til að læra - og er ekki alveg að nenna að byrja á því. Ég var svo dugleg í gær að ég má kannski vera pínu löt núna :p

Annars er nóg búið að vera í fréttunum undanfarna daga. Meira að segja ég hef tekið eftir því! Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst Davíð Oddsson algjörlega hafa farið offari í þessu Búnaðarbanka máli. Vissulega er þetta siðlaust það sem kallarnir þar voru að gera en það var ekki ólöglegt. Eins og ég las einhvers staðar þá virðast þessir gaurar ekki hafa verið vinir Davíðs, enda er það vita mál að það er ekki sama hvort þú sért Jón eða séra Jón á þeim bænum. Mér fannst koma góð komment hjá Gunnari Smára, ritstjóra Fréttablaðsins, í Íslandi í dag þegar þetta var rætt. Það sem þessir gaurar gerðu var ekki ólöglegt og af hverju er ekki meiri krafa um að það verði settar skýrari reglur um þessi efni í stað þess að hneykslast svona á þessum gaurum?? Ég meina, hversu margir hefðu ekki gert nákvæmlega það sama ef þeir hefðu verið í þeirra sporum? Held að margir gleymi að spurja sjálfa sig að því.

En ég held að Davíð greyið ætti að fara að hætta þessu stjórnmálavafstri áður en hann fer alveg með það. Mér finnst alveg merkilegt hvað íhaldið getur varið hann fram í rauðan dauðann alveg sama hvað gaurinn gerir. Að mínu mati er það ekki hlutverk forsætisráðherra Íslands - alveg sama hver gegnir því starfi - að slengja fram sínum persónulegu skoðunum og fordæma þegar honum líkar ekki það sem hann sér. Hann segir að Búnaðarbankagaurarnir hafi verið að versla með þýfi þegar ekkert hefur verið sannað í því máli sem hann er að vísa til. Hans hlutverk í þessu máli er að bregðast við hneykslan þjóðarinnar og setja ný lög svo að þetta geti ekki komið fyrir aftur - allavegana ekki á löglegan hátt.

Það er ekkert launungarmál að ég vil sjá Davíð fara að gera eitthvað annað en að stjórna þessu landi og ég vona bara að hann hætti áður en valdahrokinn fer alveg með hann og hann gerir stórann skandal. Annars er það líka fróðlegt og stundum fyndið að sjá íhaldið rembast við að verja kallgreyið þegar hann sjálfur er gjörsamlega siðlaus og vitlaus. En það er svo sem skemmtun sem ég myndi ekki gráta að missa af.

20 nóvember 2003





I'm Rachel Green from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.



19 nóvember 2003

Ég skil ekki fólk sem gerir bókhald að ævistarfi. Er alveg orðin mygluð og tóm eftir vinnu í bókhaldi dagsins. Gæti alveg hugsað mér að vera á Flórída núna í afslöppun eins og sumir sem ég þekki...

Ég er búin að ákveða að eyða jólunum í heimahögunum. Pantaði flug vestur í gær. Ég ætla að fara heim 22. des og kem aftur suður 27. des. Maður ætti því að ná smá djammi með Ellu og Hrafnhildi. Loksins - það er sko alveg löngu komin tími á það!

Pabbi er aldeilis aktívur í frumvörpunum núna. Búinn að leggja fram frumvarp um línuívilnun og um stofnun Háskóla á Ísafirði. Ég held bara að maður verði að styðja kallinn í þessum málum. Svo er hann víst líka með frumvarp um breytingu á störfum ráðherra, þe. að þeir verði ekki sitjandi þingmenn. Mér hefur lengi þótt það mjög óeðlilegt að ráðherrar séu jafnframt þingmenn. Það er bara vonandi að það verði hljómgrunnur fyrir þessu hjá kallinum.

Ég las aftan á Fréttablaðinu núna um daginn að nýjasta trendið í barnanöfnum í Bandaríkjunum sé að skíra eftir þekktum vörumerkjum. Þannig hafi t.d. tveir drengir þar verið skírðir ESPN eftir hinni frægu íþróttastöð.. Ég vona bara að þessi tískusveifla komi ekki hingað til lands!

Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk voru birtar í dag. Það var gaman að sjá að Vestfirðir komu bara ágætlega út. Annars er ég algjörlega á mót þessum prófum og hvernig þau eru notuð í skólakerfinu í dag. Kennslan í 10. bekk t.d. einkennist alveg svakalega af þessum prófum og námið líður alveg svakalega fyrir það. Á meðan Aðalnámsskrá segir að skólar eigi að einkennast af einstaklingsmiðuðu námi þá verður að endurskoða þessi próf. Í raun ætti kennsla á unglingastigi að einkennast að einhverju leyti af áfangakerfi, svipuðu og framhaldsskólarnir hafa. Þá væri vonandi hægt að komast hjá þessum áherslum á meðalnemandann og allt það bölvaða kjaftæði sem allt of margir hafa fengið að líða fyrir.

16 nóvember 2003

Þú hefur hlotið 41 stig

Persónuleiki þess sem fær á milli 41-50 stig:
Fólki finnst þú frískleg, lifandi, heillandi, skemmtileg og ætíð áhugaverð persóna. Þú ert gjarna miðpunktur athyglinnar án þess þó að það stigi þér til höfuðs. Fólki finnst þú einnig góðhjörtuð, tillitssöm og skilningsrík manneskja sem gleðji fólk auðveldlega og sért ávallt tilbúinn til aðstoðar og hvers kyns hjálpar.


Jæja, já svona er ég víst samkvæmt einhverju persónuleikaprófi á betra.net. Það fyrsta sem maður lærir í sálfræðinni er nú samt að svona próf sem maður sér í tímaritum o.s.frv. séu nett bull. Enginn áreiðanleiki eða réttmæti. En það er nú alltaf hægt að hafa gaman af svona ;)

Annars stóð ég upp frá náminu rétt áðan til að fara á klósettið. Haldiði ekki að rennilásinn hafi farið á uppáhalds gallabuxunum mínum.. (ehemm, þeim einu sem passa almennilega :-/ ) Ég fann sem betur fer nælur þannig að ég gat fest þær svona nokkurn vegin, ætti því að komast skammlaust heim til mín á eftir. Þarf að fara með þær á saumastofu á morgun og sjá hvort ekki sé hægt að laga þetta. Þetta rekur líka eftir manni með að fara að finna aðrar gallabuxur.. Er samt ennþá á bömmer eftir seinustu verslunarferð og langar ekkert svaðalega mikið að fara að máta buxur!

Jæja, ég er víst ekkert búin að röfla hérna í heila viku. Það er nú svo sem lítið búið að gerast. Ég var í vettvangsnámi í Rimaskóla á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Það var svaka gaman að fá að sjá starf í svona stórum skóla. Maður gæti jafnvel hugsað sér að kenna þar. Kom mér soldið á óvart. Skólinn hefur nefnilegast frekar neikvætt orðspor á sér en það var sko langt í frá að maður fyndi fyrir neikvæðu andrúmslofti þarna. Skólastjórinn var alveg frábær og tók alveg rosalega vel á móti okkur. Alls staðar mætti okkur jákvætt og hlýtt viðmót, bæði hjá starfsfólki og nemendum.

Ég var svo bara að læra í vikunni. Kláraði mennsam ritgerðina með Ásu og Sigrúnu. Fæ báðar ritgerðirnar úr yfirlestri í dag og á þá bara eftir að binda þær inn og ganga frá þeim og skila þeim á morgun. Það áttu líka að vera leiðabókarskil á morgun en við fengum þeim frestað fram á næsta föstudag. Ætla samt að gera leiðabókina mína á eftir og senda kennaranum hana. Nenni ekki að eiga það eftir. Ég á svo eftir að gera 4 verkefni í upplýsingatækni. Þarf að sjá hvað ég kemst yfir mikið af því í dag og klára það svo í vikunni.

Næstu 2 vikur eiga eftir að einkennast af vinnu og aftur vinnu. Verð að vinna 6 daga báðar vikurnar auk þess að vera í skólanum. Næstu helgi ætla ég að byrja að læra fyrir prófin í stærðfræði og þroskasálfræði. Er orðin pínu stressuð fyrir þessi próf, finnst ég þurfa að læra alveg heilan helling fyrir þau þannig að það er eins gott að byrja strax! Seinasti kennsludagur er svo 28. nóv og fyrsta prófið er 3. des. Seinasta prófið er 17. des.

Á föstudaginn elduðum ég og Agnes fyrir mig, hana, Öggu og Jóa. Smá Kaffi Rvk reunion. Það var svaka gaman. Við elduðum kjúklingarétt sem heppnaðist bara nokkuð vel held ég. Ég og Agnes kíktum svo aðeins út á lífið. Fórum fyrr heim en við ætluðum því að yours truly datt í stiganum á Sólon. Var eitthvað mikið annað að hugsa og bara hrundi niður. Best að taka það fram strax að þetta var bara Erla að vera klaufi en orsakaðist ekki af mikilli áfengisneyslu. Við hlógum nú mikið að þessu fyrst og skelltum okkur á röltið í bænum. Fórum á Glaumbar. Þegar þangað var komið var mér orðið frekar mikið illt í fætinum og hætt að geta stigið í hann. Það var því bara tekinn taxi heim. Það var ekkert svakalega gaman að þurfa að hoppa á einum fæti upp fjórar hæðir.. en það hafðist. Í gær var ég svo ennþá alveg að drepast og fór upp á slysó að ráði góðra vina. Ég er ekki brotin en það blæddi inn á liðböndin skildist mér. Ég tók því bara rólega í gærkvöldi. Horfði á vídeó með Rakel og fór svo bara snemma að sofa. Ég er svo öll að koma til núna.

En jæja, ætla að fara að læra eitthvað og gera eitthvað af viti hérna. Bleble

12 nóvember 2003

Congratulations!

You are a woman. You like cooking, knitting, keeping your man happy and going to the toilet in pairs!



09 nóvember 2003

Jæja, á maður kannski að reyna bara að röfla eitthvað meira hérna í staðin fyrir að læra :p

Ég var að ræða við einhvern um daginn um þetta vændisfrumvarp sem liggur fyrir þinginu núna. Ég veit eiginlega ekki alveg hvað mér finnst um þetta frumvarp en það er samt eitt sem mér finnst mjög skrýtið. Hvernig getur verið ólöglegt að kaupa þjónustu sem er ekki ólöglegt að veita?? Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér??

Annars var ég að skoða blogg á tilverunni og rakst þá á þessar snilldar setningar. Þetta eru 22 setningar sem karlmenn ættu að hafa í huga að segja EKKI í rúminu..

1.Nei sko...bíllyklarnir mínir? :) (ef þú ert niðr'á kvk)

2.Er þetta bara ég eða ertu víðari en síðast?

3.Anna,Lára,Inga,Lilja,Guðrún...æ...hvað heitirðu aftur?

4.So...that's how it feels like to fuck a cow! :p

5.HA? Ertu að segja mér að þú fílir ekki forhúðarost? ;p

6.(Þykjast hugsa upphátt) ...ætli hún taki eftir því ef ég feika'ða?

7.Til í að totta mig? ...ég nenni ekki á klósettið! *NASTY* :p

8.Það væri óskandi að allar hinar kvk fíluðu doggy svona! (Ef þú ert í sambandi)

9.Kallarðu þetta brjóst? Ég held að vörtur sé réttara orð... *nasty*

10.Meina...ok...ef þú vilt ekki kyngja þá brunda ég bara í hárið þitt!

11.(Setja Smint í klofið á kvk) - Ekkert smint,enginn koss! :p

12.BEYGLA!

13.Til í að píkuprumpa fyrir mig...það er svoddan turnon! :)

14.Ef mig langar í skemmdan saltfisk þá skal ég sleikja þig...en nei takk!

15.(Benda á "snyrta" píku) - Nei sjáðu...þú'rt með kamb! :)

16.(Horfa á píkuna og benda og spyrja svo : ) - Lék ÞETTA ekki í Gremlins?

17.Ég elska þig...ekki... *nasty* :p

18.(Eftir kynlíf) - Geturu skipt seðli eða tekuru klink?

19.Þá veit ég það...næst þegar ég vil EKKI fullnægingu þá ríð ég þér! :p

20.Well...like mother like daughter! :p

21.(Ef hún er á túr) - SO? Hver setur ekki smá tómatsósu á pylsuna sína?

22.(Þegar þú færð það) - GOOOOOAAAAAL! :)

Jæja, þá er enn ein helgin liðin undir lok og 17. nóv - THE DAY - hjá nemendum á fyrsta ári í Kennó nálgast óðfluga. Á föstudaginn gerði ég lítið sem ekkert af viti. Ég var að vinna fram yfir hádegi - en það var engin skóli :) Fór svo upp í skóla að hitta þriðja árs nema sem ætlaði að krítisera þroskasálfræðiritgerðina mína, sem nota bene ég er nánast búin með!! Ég fór svo og hitti Valdimar, mentor barnið mitt. Við vorum bara löt í rigningunni og horfðum bara á videó. Síðan var hefðbundið föstudagskvöld, farið til mömmu í mat og legið síðan og horft á Idolið. Að þessu sinni eldaði hún mamma mín!!!! Sem eru stórfréttir fyrir þá sem ekki vita. Loksins, loksins, loksins fékk ég hjörtu. Þvílíkt gott að fá almennilegan mat!! Idolið var eins gott að þessu sinni og það var lélegt síðast. Maður átti bara í nokkrum erfiðleikum með að ákveða hvern maður ætlaði að kjósa. En ég var bara nokkuð sátt við þær sem fóru áfram.

Í gær var ég að vinna fyrir hádegi. Fór svo og hitti stelpurnar út af mennsam ritgerðinni niðrí skóla. Við skiptum með okkur verkum og reyndum að finna einhverjar heimildir. Ég fór svo bara heim og beinustu leið upp í rúm. Var frekar þreytt enda var ég vakin kl. hálf 6 og ég náði ekkert að sofna áður en ég fór í vinnuna. Ég kíkti svo aðeins út með Agnesi í gærkvöldi. Við ætluðum að skella okkur í keilu en þegar við sáum að bílastæðið við Keiluhöllina var kjaftfullt hættum við við.. Áttum ekki alveg von á þessu. Kíktum þess í stað á Jóa niðrá Si senor og settumst svo aðeins inn á Metz áður en við fórum heim. Þvílík rólegheit bara.

Ég er svo bara búin að vera löt í dag. Er búin að þurrka af hérna í vinnunni sem ég geri alltaf á sunnudögum. Er samt ekki að nenna að byrja að læra. Er einhvern vegin ekkert í gírnum fyrir ritgerðarskrif núna. Mamma var samt að hringja og bjóða mér í slátur á eftir :D Nammi, namm!!! Missi sko ekki af því!

06 nóvember 2003

Arrg!!! Mig langar eitthvað út á laugardagskvöldið. Seinasti sjens á að gera eitthvað fyrir próf. Af hverju á maður ekki djammvini á lager lengur??? Er ég í alvörunni orðin svona gömul?!?!?!

Who are you?

05 nóvember 2003

Minnz er í fyrirlestri í þroskasálfræði að læra um fjölskyldur. Ég er búin að lesa kaflann (alveg satt :P) og hann er bara alveg þræl skemmtilegur. Það er t.d. verið að fara í það hversu mikið fjölskyldan hefur breyst síðustu áratugi. Það eru komin upp margs konar fjölskyldugerðir, mis flóknar eins og gengur. Mér finnst samt soldið fyndið að skilgreiningin á fjölskyldu sem Hagstofan hefur er að fjölskylda sé tveir einstaklingar sem búi saman með barni sínu/börnum sínum. Þetta er ekkert smá þröng skilgreining miðað við samfélag sem byggist að mörgu leyti upp af einstæðum foreldrum. Það er líka spurning hvernig stjúpfjölskyldan yrði skilgreind af Hagstofunni, þegar það eru komin börnin mín, börnin þín og börnin okkar. Tilheyra þá bara þau börn fjölskyldunni sem viðkomandi eiga báðir saman? Ég held allavegana að samfélagið líti á einstæða foreldra með börn sín sem fjölskyldu, það vantar bara að fá lagaskilgreininguna inn í nútímann. Nú er allavegana ein einstæð móðir komin inn á þing, það er spurning hvað hún gerir í þessum efnum. Maður sér einhvern vegin ekki fyrir sér að aðrir þingmenn pæli í þessum málum - það sést kannski best í hversu fornaldarlegur þessi lagabókstafur er.

Þetta held ég að sýni líka hversu slæmt það er að hafa einungis þingmenn sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þeir endurspegla bara hluta af samfélaginu. Þess vegna var það mikið fagnaðarefni að sjá hversu margir ,,ungir" stjórnmálamenn settust á þing nú í haust. Það er bara vonandi að þau eigi eftir að koma sem flestum málum í gegn sem tengjast okkar aldurshópi og hefur setið á hakanum. Má þar t.d. nefna námslánakerfið. Það er allavegana komið fram frumvarp um breytingu á áfengislöggjöfinni og er það bara gott mál.

En jæja, ætla að hlusta betur á hann Baldur. Bleble

04 nóvember 2003

Minnz er þreyttur. Ég var öfga dugleg að læra yfir helgina og ef svo fram heldur sem horfir þá get ég farið að djamma á laugardaginn!! JEI!!! Það er naumast að það þarf lítið til að gleðja mann þessa dagana :p en þegar maður lifir og hrærist í skólabókum og bókhaldi í vinnunni þá held ég að það sé ekkert skrýtið að maður þrái smá tilbreytingu um helgar!

Fyrsti snjórinn kom fyrir alvöru í Reykjavík í dag. Mér finnst alltaf jafn fyndið að fylgjast með þessu netta panikki sem verður. Helmingurinn af liðinu ekki komin á vetrardekk og svo tekst liðinu að festa sig í alveg ótrúlega smáum ,,sköflum". Ég veit það alveg að það er ekkert hægt að bera þetta saman við fyrsta snjóinn í Bolungarvík en mér finnst þetta samt alltaf jafn fyndið. Þetta gerist á hverju einasta hausti, venjulegast á svipuðum tíma en kemur fólki samt alltaf jafn mikið á óvart. En ég held að fólk geti ekki þrætt fyrir það að Reykvíkingar (hehe og Vestmannaeyingar) kunna ekki að keyra í snjó.

Ég þurfti að fara inn í Kringlu á laugardaginn til að kaupa mér linsur og ég verð að viðurkenna að mér brá heldur betur í brún. Allt jólaskrautið komið upp. Ég var að velta því fyrir mér hvort að þeir hefðu litið eitthvað vitlaust á dagatalið og haldið að það væri komin 1. des.. En mér skilst að það sé ekki rétt. Ég skil eiginlega ekki hvað er málið. Maður verður komin með algjört ógeð á þessu skrauti þegar jólin loksins koma. Mér finnst allt í lagi að hafa meiri ljós þegar fer að dimma og svona. Lífga upp á svartasta skammdegið en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Ég á allavegana eftir að sniðganga verslunarmiðstöðvarnar þangað til um mánaðarmótin. Ég er engan vegin tilbúin fyrir eitthvað jóladót strax.

Það er mikið búið að vera að ræða börn í mínu umhverfi undanfarið. Mamma var að rifja upp um daginn að þegar hún var jafn gömul og ég er í dag var hún 2ja barna móðir og ja gott ef ekki orðin ólétt að því þriðja. Ég sé mig ekki beint í anda með nokkra gríslinga í eftirdragi. Veit ekki einu sinni hvað eggjahljóð eru. Jú jú víst eru þessi kríli voðalega sæt en alveg er það víst að mig langar ekki í eitt slíkt. Á meðan að mér finnst ennþá gott að skila þá ætla ég mér ekkert að hugsa um barneignir!

En jæja, þá er ég búin að fá útrás og tuða smá. Nú get ég farið heim og lesið Harry Potter!

01 nóvember 2003

Það er kalt úti!! Ég er í vinnunni og er alveg að krókna úr kulda. Mamma er bara í símanum og hefur engan tíma til að hjálpa mér. Ekki sniðugt. Ég blogga þá bara á meðan :p

Ég fór til mömmu í gær að horfa á Idolið. Við ákváðum að kjósa ekkert. Það var bara engin þarna sem skaraði fram úr. Alveg ótrúlega lame þáttur eitthvað. Annars festist ég alveg yfir Djúpu lauginni. Grease liðið var með hana og hann Gói fór á kostum. Hann var með snilldar spurningar - hvaða minnihlutahópi tilheyrir þú? Þetta minnti mann á gamla Kvennótíma, hann og vinir hans voru algjörir jólasveinar þá og eru það greinilega enn.

Annars er þetta búin að vera leiðindavika með alls kyns böggi. Ég er orðin alveg sannfærð um að fólk er fífl og langar að láta lúberja sumt fólk. Annars ætla ég ekkert að fara út í svoleiðis mál hér, þið getið bara horft á þetta í sjónvarpinu þegar við verðum búin að selja sjónvarpsréttinn að öllu saman :p Annars ætla ég bara að hafa það rólegt yfir helgina. Vera dugleg að læra og svona. Það verður djammað og slappað aðeins af eftir 17. nóvember þegar ég verð búin að skila ritgerðunum sem ég þarf að byrja að vinna.

Jæja, ætla að hætta að slæpast svona og drífa mig að klára að vinna. Fer svo heim að læra. Býst við að ég fari í mat til mömmu í kvöld, hún er búin að lofa að elda fyrir mig hjörtu með brúnni sósu og kartöflumús. Namm!!