Þú hefur hlotið 41 stig
Persónuleiki þess sem fær á milli 41-50 stig:
Fólki finnst þú frískleg, lifandi, heillandi, skemmtileg og ætíð áhugaverð persóna. Þú ert gjarna miðpunktur athyglinnar án þess þó að það stigi þér til höfuðs. Fólki finnst þú einnig góðhjörtuð, tillitssöm og skilningsrík manneskja sem gleðji fólk auðveldlega og sért ávallt tilbúinn til aðstoðar og hvers kyns hjálpar.
Jæja, já svona er ég víst samkvæmt einhverju persónuleikaprófi á betra.net. Það fyrsta sem maður lærir í sálfræðinni er nú samt að svona próf sem maður sér í tímaritum o.s.frv. séu nett bull. Enginn áreiðanleiki eða réttmæti. En það er nú alltaf hægt að hafa gaman af svona ;)
Annars stóð ég upp frá náminu rétt áðan til að fara á klósettið. Haldiði ekki að rennilásinn hafi farið á uppáhalds gallabuxunum mínum.. (ehemm, þeim einu sem passa almennilega :-/ ) Ég fann sem betur fer nælur þannig að ég gat fest þær svona nokkurn vegin, ætti því að komast skammlaust heim til mín á eftir. Þarf að fara með þær á saumastofu á morgun og sjá hvort ekki sé hægt að laga þetta. Þetta rekur líka eftir manni með að fara að finna aðrar gallabuxur.. Er samt ennþá á bömmer eftir seinustu verslunarferð og langar ekkert svaðalega mikið að fara að máta buxur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli