Minnz er í fyrirlestri í þroskasálfræði að læra um fjölskyldur. Ég er búin að lesa kaflann (alveg satt :P) og hann er bara alveg þræl skemmtilegur. Það er t.d. verið að fara í það hversu mikið fjölskyldan hefur breyst síðustu áratugi. Það eru komin upp margs konar fjölskyldugerðir, mis flóknar eins og gengur. Mér finnst samt soldið fyndið að skilgreiningin á fjölskyldu sem Hagstofan hefur er að fjölskylda sé tveir einstaklingar sem búi saman með barni sínu/börnum sínum. Þetta er ekkert smá þröng skilgreining miðað við samfélag sem byggist að mörgu leyti upp af einstæðum foreldrum. Það er líka spurning hvernig stjúpfjölskyldan yrði skilgreind af Hagstofunni, þegar það eru komin börnin mín, börnin þín og börnin okkar. Tilheyra þá bara þau börn fjölskyldunni sem viðkomandi eiga báðir saman? Ég held allavegana að samfélagið líti á einstæða foreldra með börn sín sem fjölskyldu, það vantar bara að fá lagaskilgreininguna inn í nútímann. Nú er allavegana ein einstæð móðir komin inn á þing, það er spurning hvað hún gerir í þessum efnum. Maður sér einhvern vegin ekki fyrir sér að aðrir þingmenn pæli í þessum málum - það sést kannski best í hversu fornaldarlegur þessi lagabókstafur er.
Þetta held ég að sýni líka hversu slæmt það er að hafa einungis þingmenn sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þeir endurspegla bara hluta af samfélaginu. Þess vegna var það mikið fagnaðarefni að sjá hversu margir ,,ungir" stjórnmálamenn settust á þing nú í haust. Það er bara vonandi að þau eigi eftir að koma sem flestum málum í gegn sem tengjast okkar aldurshópi og hefur setið á hakanum. Má þar t.d. nefna námslánakerfið. Það er allavegana komið fram frumvarp um breytingu á áfengislöggjöfinni og er það bara gott mál.
En jæja, ætla að hlusta betur á hann Baldur. Bleble
Engin ummæli:
Skrifa ummæli