Jæja, þá er það tilkynningaskyldan. Síðustu tvær vikur hafa meira og minna einkennst af vinnu og lærdómi. Voðalega lítið annað búið að gera. Á seinustu helgi fór ég til mömmu á föstudagskvöldinu að horfa á Idolið. Svo var vinna daginn eftir og lært fram á kvöld. Ég var komin í bælið kl. 10 (á laugardagskvöldi I know.. en ég var bara svo þreytt!!) og svaf út á sunnudeginum. Það var svo lært um daginn og matur hjá mömmu um kvöldið. Mánudagur-Miðvikudagur var bara skóli fyrir hádegi, unnið eftir hádegi og lært um kvöldið. Á fimmtudaginn var líka skóli fyrir hádegi og vinna eftir hádegi en ég þurfti ekki að læra um kvöldið! Ég fór því í ljós og hafði það kósý fyrir framan imbann. Á föstudaginn var ég að vinna fyrir hádegi, skóli til 3, var með Valdimar til 6 og var svo mætt upp í Húsgagnahöll með Agnesi rétt fyrir átta. Þar vorum við að fara að vinna á barnum í staffapartýi hjá Kaupás. Það var svaka stemming á liðinu og við Agnes kláruðum þó nokkra bjórkúta - enda afspyrnu afkastamiklir barþjónar :p Við vorum búnar þarna rét fyrir 1 og þá var bara drifið sig heim enda vinna daginn eftir.
Í gær var ég að vinna til hálf 4, fór svo heim og var löt þangað til að Haukur kom með Kristinn Breka kl. 6. Púkinn fékk að skreyta jólatréð hjá frænku sinni og það var svaka flott hjá honum. Skrautið verður samt eflaust eitthvað minnkað í vikunni.. Það fór bókstaflega ALLT úr kassanum á tréð og það var ekki alveg ætlunin. Fyrir þá sem það ekki vita þá er jólatréð mitt gamalt tré sem hann langafi minn smíðaði og gaf ömmu minni í afmælisgjöf einhvern tíman. Mér finnst því allt í lagi að setja það upp núna af því að það er ekki alveg hefðbundið. Anyways, púkinn fékk að sofa hjá frænku sinni og við höfðum það svaka gott saman. Rakel, Agga og Kolfinna komu í heimsókn í gærkvöldi. Ég gerði heitt súkkulaði og þeytti rjóma og það var svaka huggulegt hjá okkur. Ætlunin var að spila en þegar til kom nenntum við því ekki og horfðum bara á barnamyndir á vídeó :p Haukur sótti Kidda í hádeginu í dag og þá var náttla ekkert að gera nema að drífa sig að læra. Sem ég er alveg að fara að gera. Stærðfræðipróf á miðvikudaginn og ég er orðin pínu kvíðin. Hef látið þennan kúrs sitja pínu á hakanum - en þá er bara að spýta í lófana og ná að minnsta kosti 7!!
Eftir miðvikudaginn á ég þrjú próf eftir. Þroskasálfræði 8. des, inngangur að uppeldisvísindum 11. des og menning og samfélag 17. des. Allt mikil lestrarfög sem ég ætla mér að rúlla upp með stæl! En jæja, ef ég ætla mér að rúlla upp þessum prófum verð ég víst að fara að læra eitthvað. Hérna fyrir neðan er linkur inn á próf sem ég bjó til og sendi nokkrum vinum mínum - þið getið spreytt ykkur á þessu ef þið viljið athuga hversu vel þið þekkið mig ;)
Take my Quiz on QuizYourFriends.com!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli