Þegar ég var í 4. bekk í menntó skrifaði ég stúdentsritgerð um einbúa. Þar fjallaði ég sérstaklega um Gísla á Uppsölum. Við heimildavinnu fyrir ritgerðina komst ég yfir bók með dagbókarbrotum og ljóðum Gísla og þar kom fram ástæðan fyrir því að maðurinn einangraði sig svona frá umheiminum. Hann var lagður í einelti þegar hann fór á Bíldudal á sínum yngri árum og honum sveið það svo sárt að hann einangraði sig í Selárdalnum. Mér finnst alveg merkilegt að Ómar Ragnarsson sé að koma fram með þessar staðreyndir í dag en bókin með ljóðunum og dagbókarbrotunum kom út eftir andlát Gísla árið 1987. Hann er núna að gefa út e-n DVD disk skilst mér þar sem þetta kemur fram og hann vill vekja athygli á ástæðu þess að Gísli einangraði sig. Betra er seint en aldrei en af hverju í ósköpunum forvitnaðist enginn af þeim sem skrifuðu um Gísla og heimsóttu hann um ástæður þess að hann bjó þarna einn??
Ég held að við megum öll taka það til okkar. Við dæmum fólk sem skrýtið þegar það fylgir ekki viðmiðum og gildum samfélagsins en við pælum aldrei í því af hverju fólk er eins og það er. Ég held að það sé nokkuð ljóst að maðurinn sé í eðli sínu vondur. Sorglegt en satt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli