Jæja, þá er enn ein helgin liðin undir lok og 17. nóv - THE DAY - hjá nemendum á fyrsta ári í Kennó nálgast óðfluga. Á föstudaginn gerði ég lítið sem ekkert af viti. Ég var að vinna fram yfir hádegi - en það var engin skóli :) Fór svo upp í skóla að hitta þriðja árs nema sem ætlaði að krítisera þroskasálfræðiritgerðina mína, sem nota bene ég er nánast búin með!! Ég fór svo og hitti Valdimar, mentor barnið mitt. Við vorum bara löt í rigningunni og horfðum bara á videó. Síðan var hefðbundið föstudagskvöld, farið til mömmu í mat og legið síðan og horft á Idolið. Að þessu sinni eldaði hún mamma mín!!!! Sem eru stórfréttir fyrir þá sem ekki vita. Loksins, loksins, loksins fékk ég hjörtu. Þvílíkt gott að fá almennilegan mat!! Idolið var eins gott að þessu sinni og það var lélegt síðast. Maður átti bara í nokkrum erfiðleikum með að ákveða hvern maður ætlaði að kjósa. En ég var bara nokkuð sátt við þær sem fóru áfram.
Í gær var ég að vinna fyrir hádegi. Fór svo og hitti stelpurnar út af mennsam ritgerðinni niðrí skóla. Við skiptum með okkur verkum og reyndum að finna einhverjar heimildir. Ég fór svo bara heim og beinustu leið upp í rúm. Var frekar þreytt enda var ég vakin kl. hálf 6 og ég náði ekkert að sofna áður en ég fór í vinnuna. Ég kíkti svo aðeins út með Agnesi í gærkvöldi. Við ætluðum að skella okkur í keilu en þegar við sáum að bílastæðið við Keiluhöllina var kjaftfullt hættum við við.. Áttum ekki alveg von á þessu. Kíktum þess í stað á Jóa niðrá Si senor og settumst svo aðeins inn á Metz áður en við fórum heim. Þvílík rólegheit bara.
Ég er svo bara búin að vera löt í dag. Er búin að þurrka af hérna í vinnunni sem ég geri alltaf á sunnudögum. Er samt ekki að nenna að byrja að læra. Er einhvern vegin ekkert í gírnum fyrir ritgerðarskrif núna. Mamma var samt að hringja og bjóða mér í slátur á eftir :D Nammi, namm!!! Missi sko ekki af því!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli