Jæja, þá er ég mætt upp á Höfða til að læra - og er ekki alveg að nenna að byrja á því. Ég var svo dugleg í gær að ég má kannski vera pínu löt núna :p
Annars er nóg búið að vera í fréttunum undanfarna daga. Meira að segja ég hef tekið eftir því! Ég verð nú samt að viðurkenna að mér finnst Davíð Oddsson algjörlega hafa farið offari í þessu Búnaðarbanka máli. Vissulega er þetta siðlaust það sem kallarnir þar voru að gera en það var ekki ólöglegt. Eins og ég las einhvers staðar þá virðast þessir gaurar ekki hafa verið vinir Davíðs, enda er það vita mál að það er ekki sama hvort þú sért Jón eða séra Jón á þeim bænum. Mér fannst koma góð komment hjá Gunnari Smára, ritstjóra Fréttablaðsins, í Íslandi í dag þegar þetta var rætt. Það sem þessir gaurar gerðu var ekki ólöglegt og af hverju er ekki meiri krafa um að það verði settar skýrari reglur um þessi efni í stað þess að hneykslast svona á þessum gaurum?? Ég meina, hversu margir hefðu ekki gert nákvæmlega það sama ef þeir hefðu verið í þeirra sporum? Held að margir gleymi að spurja sjálfa sig að því.
En ég held að Davíð greyið ætti að fara að hætta þessu stjórnmálavafstri áður en hann fer alveg með það. Mér finnst alveg merkilegt hvað íhaldið getur varið hann fram í rauðan dauðann alveg sama hvað gaurinn gerir. Að mínu mati er það ekki hlutverk forsætisráðherra Íslands - alveg sama hver gegnir því starfi - að slengja fram sínum persónulegu skoðunum og fordæma þegar honum líkar ekki það sem hann sér. Hann segir að Búnaðarbankagaurarnir hafi verið að versla með þýfi þegar ekkert hefur verið sannað í því máli sem hann er að vísa til. Hans hlutverk í þessu máli er að bregðast við hneykslan þjóðarinnar og setja ný lög svo að þetta geti ekki komið fyrir aftur - allavegana ekki á löglegan hátt.
Það er ekkert launungarmál að ég vil sjá Davíð fara að gera eitthvað annað en að stjórna þessu landi og ég vona bara að hann hætti áður en valdahrokinn fer alveg með hann og hann gerir stórann skandal. Annars er það líka fróðlegt og stundum fyndið að sjá íhaldið rembast við að verja kallgreyið þegar hann sjálfur er gjörsamlega siðlaus og vitlaus. En það er svo sem skemmtun sem ég myndi ekki gráta að missa af.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli