Jæja, ætla að drífa mig að blogga smá áður en að Ása kemur. Erum að fara að vinna feykilega skemmtilegt stærðfræðiverkefni.. eða þannig. Eigum að skila þessu á morgun og það gengur ekkert að klambra þessu saman. En þetta hlýtur að reddast.
Ég var bara róleg á föstudagskvöldið og mætti í vinnu á laugardagsmorguninn. Dreif mig heim um þrjúleytið og lagði mig. Mamma mentorbarnsins míns var svo búin að bjóða mér í mat. Ég fékk alveg svaðalega gott að borða hjá þeim og það var bara gaman að kíkja á fjölskylduna hans. Svo lá leiðin í afmæli hjá Hjördísi og Þórdísi, aka. Fjördís og Bjórdís ;) Það var haldið á Hverfisbarnum og það var öfga gaman þar. Ég fór síðan á Sólon og hitti Ásu og vinkonu hennar. Við djömmuðum þar þangað til að statusinn á sumum var orðin svo slæmur að við urðum að fara með hana heim :p Í gær kúrði ég fram yfir hádegi með rugludallinum mínum. Ég fór svo til Dagnýjar og Hauks að kíkja aðeins á ,,Fjólmund". Markmiðið var reyndar að taka Kristinn Breka aðeins út og það hafðist fyrir rest. Við fórum að gefa öndunum brauð og kíktum síðan á kaffihús. Á leiðinni heim var svo tekinn smá bryggjurúntur. Ég lærði svo aðeins og fór svo í mat til mömmu. Kiddi var þar þegar ég kom og ég skilaði honum heim. Það er erfitt lífið hjá þessum unga manni þessa dagana, honum varð víst að orði í gærkvöldi að það væri erfitt að eiga lítinn bróður. Það verður því mikið um frænkudaga næstu vikurnar en hann pantaði að fara aftur næsta sunnudag niður að tjörn að gefa öndunum.
Annars er lítið gert á þessum bænum nema vinna, læra og sofa. Agnes er búin að vera á kafi í vinnu niður á Rossopomodoro. Það var opnað þar á fimmtudaginn og við sáumst varla í seinustu viku. Enda er til alveg ótrúlegur samtíningur í ísskápnum eins og sumum varð að orði. Lítið eldað á þessum bænum þessa dagana.
Annars óska ég eftir hjálp við að setja inn myndir og laga kommentkerfið þannig að það sé hægt að setja inn fleiri komment en 5 við hvern póst...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli