Þá er minnz kominn frá Grundarfirði. Kolla móðursystir hélt upp á fertugsafmælið sitt í gær og við mamma ákváðum að skella okkur. Þetta var svaka fínt allt saman. Allt of langt síðan maður hefur farið á Grundarfjörð. Núna er ég bara löt og er að horfa á Þjóðverja bursta Slóvena í úrslitaleiknum á EM í handbolta. Bara gaman að því. Hef alltaf haft gaman af þýska liðinu - nema þegar þeir spila á móti okkur :p
Getur einhver útskýrt eitt fyrir mér. Við unnum okkur inn rétt til að keppa á Ólympíuleikunum á HM í fyrra, af því að við lentum í 7. sæti. Svíarnir voru fyrir ofan okkur þar - af hverju fá þeir ekki að keppa á Ólympíuleikunum? Var það bara 7. sætið á HM sem skilaði Ólympíusæti en ekki sætin þar fyrir ofan?? Ég er ekki alveg að skilja þetta...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli