Ein ég sit og sauma eins og maðurinn sagði. Er búin að vera hálf þreytt í dag. Var nefnilegast á djamminu í gær. Árshátíð KHÍ var haldin með pompi og prakt á Broadway í gærkvöldi. Maður var alveg komin í menntaskólafíling að fara á skólaball í miðri viku! En það var öfga gaman. Sveppi og Auddi voru veislustjórar og voru með sína klassísku brandara - en samt góðir. Við biðum öll spennt eftir uppistandi frá Gulla dans - einum skrýtnasta kennara skólans - en hann var hálf sorglegur kall greyið. Ég þyrfti eiginlega að tékka á því hvort hann tengist ekki Gísla á Uppsölum einhvern vegin. Er einhvern vegin alveg viss um að hann sé launsonur hans eða eitthvað.. Í svörtum fötum spiluðu svo á ballinu. Þeir urðu alltaf meira og meira rokkaðri eftir því sem leið á ballið og yngri hópur var á dansgólfinu. Þetta var frábær skemmtun og ég er strax farin að hlakka til að fara á árshátíðina með enskudeildinni á næsta ári!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli