Jæja, þá er minnz vaknaður eldhress og sprækur eftir djammið í gær. Við stöllur vorum bara frekar rólegar og ég var komin heim um 4. Það er svo djamm aftur á þriðjudaginn, þá er árshátíð Kennó. Ég er búin að fá fullt af fötum lánuðum hjá Öggu Pöggu og er eiginlega búin að velja mér dress. Ef ég hefði ætlað að nota einhvern af kjólunum mínum hefði ég þurft að kaupa mér skó, á enga pena skó sem passa við svona fínt. Þannig að í sparnaðarskyni fékk ég lánuð föt hjá Öggu sem passa við grófu skóna mína. Segiði svo að ég sé ekki hagsýn!!
Í dag ætla ég bara að slæpast. Ætla að sjá hvort að einhver sé ekki á lausu til að slæpast með mér. Ég ætla svo að vera massa dugleg að læra á morgun og á fimmtudaginn. Þá get ég sagt með hreinni samvisku að ég hafi ekki verið að trassa skólann út af djammi.
Ég er alltaf jafn tóm í haus gagnvart öllu sem er í gangi í samfélaginu. Það er kannski svona þegar maður er hættur að horfa á fréttir á hverju kvöldi. Ég er samt ekki að skilja Pétur Blöndal í þessu Sparisjóðsmáli. Hann er svo augljóslega vanhæfur til að fjalla um þetta mál á þinginu af því hann á mikla persónulega hagsmuni í þessari sölu. Ég skil ekki hvað maðurinn er að reyna að þræta fyrir það. Aldrei myndi ég kjósa þennan gaur - eða flokk sem hefur hann innanborðs for that matter. Það er svona eins og Vinstri grænir. Ég íhugaði að kjósa þá fyrir seinustu kosningar, málefnin hjá þeim eru oft á tíðum ágæt, en liðið sem maður væri að gefa atkvæði sitt... Held að Steingrímur væri búinn að byggja upp öflugri flokk ef hann væri ekki með svona öfgasinnaða klikkhausa með sér.
Það er líka eitt sem ég hef verið að spá. Hvar er allt unga fólkið sem var kosið á þing í vor?? Sú eina sem maður tekur eitthvað eftir er Katrín Júlíusdóttir hjá Samfylkingunni. Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með Dagnýju og Birki hjá Framsókn. Hef lítið orðið vör við að þau séu að gera eitthvað af viti. Dagný er líka alveg búin að falla í áliti hjá mér eftir háskólaumræðuna sem hefur verið undanfarna mánuði. Mér finnst það slæmt að sjá hana ekki taka skýra afstöðu í því máli. Þó svo að maður sé komin í ákveðið lið þá velur maður þær orustur sem maður ætlar að taka og stendur á sinni afstöðu. Þessa baráttu hefði hún átt að taka. Ég held að allir háskólastúdentar séu mér sammála um það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli