Þetta er ekki skemmtilegur dagur. Vinir mínir eru farnir að tínast út af MSN, hétu þar margir fáránlegum nöfnum eins og ÉG ER BÚIN Í PRÓFUNUM!! Á bloggunum sem ég skoða oft stendur eitthvað svipað. Allir farnir að undirbúa massa helgi þar sem gott Eurovision partý verður undirstaðan.
En hvað skildi Perlan vera gera á föstudagseftirmiðdegi? Nú að læra undir próf! Og verður það eitthvað frameftir kvöldi. Það er víst líka planið fyrir helgina þó svo ég sleppi ekki Eurovision fyrir einhverjar skólabækur! Ég veit ekki hvort að þeir sem búa til próftöfluna í Kennó hafi viljað koma í veg fyrir kennaranemafyllerí þessa helgina með því að láta okkur klára á mánudegi en það mega þeir vita að ég er ekki sátt við þetta!!
Þið hin verðið bara að djamma fyrir mig á helginni - eins gott að þið gerið það almennilega ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli