18 maí 2004

Jæja, þá eru prófin loksins, loksins búin. Ég eyddi gærdeginum í Kringlunni og Smáralind og eyddi smá af orlofspeningnum mínum. Keypti mér ma. framsóknargrænan jakka í Vero Moda. Spurning hvort að pabbi verði sáttur með það :p Ég fór svo með Ásu og Önnu Þóru út að borða á Galileó. Fengum voða gott að borða. Bekkurinn minn var svo á djamminu í bústað upp í Skorradal og við enduðum kvöldið á að kíkja þangað í heimsókn. Það var gaman að sjá ,,gömlu kellurnar" á eyrunum :P Við ungu stúlkurnar vorum hinar prúðustu og fórum fyrstar heim.

Núna er maður byrjaður að vinna og er svona að skríða saman. Það er búið að vera algjört spennufall og minnz er voðalega þreyttur eitthvað. En fyrir þá sem eru að kvarta undan bloggleti hjá mér þá bæti ég úr því von bráðar.

Engin ummæli: