Ég hvet alla til að mæta á mótmælafund Starfsmannafélags Norðurljósa á Austurvelli kl. 5 í dag. Ég held að flestir geti sammælst um að fjölmiðlafrumvarpið er ekki réttlátt - þrátt fyrir að menn séu ekki endilega ósammála því að setja beri lög á fjölmiðla. Þarna er hins vegar gengið of langt. Lágmarkskrafa mín til þingsins er að frumvarpið taki breytingum í lýðræðislega átt í meðförum þess. Annars að það verði fellt og málefnalegra frumvarp lagt fram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli