31 maí 2004

Minnz er barasta hálf þreyttur eftir helgina. Á föstudaginn var venjubundin ferð í Mosó að horfa á Friends. Það verður skrýtið þegar þessi sería klárast, aldrei meira Friends. Maður á þó eftir að sanka að sér þáttunum á DVD held ég og lifa á þessu lengi.

Á laugardaginn var ég að þvælast aðeins með Rakel. Hún ætlar að prjóna peysu á mig og við fórum og keyptum garn og svona. Um kvöldið var reunion hjá Kvennóárgangnum mínum. Á laugardaginn voru akkúrat 5 ár síðan við kláruðum stúdentinn. Þetta var fámennt en góðmennt og gaman að hitta liðið aftur. Ég er barasta fegin að ég dreif mig.

Sunnudagurinn var svo tekinn snemma. Við fórum í Grundarfjörðinn í fermingarveislu hjá honum Njáli frænda mínum. Mér finnst afskaplega skrýtið að drengurinn sé kominn í fullorðinna manna tölu. Ég passaði hann alltaf þegar hann var púki. Það er alveg merkilegt hvað hann hefur elst og ég er alltaf jafn ung *hóst*. Þetta var fín veisla, við sátum bara úti á palli í geðveiku veðri. Það var gaman að hitta margt af liðinu, hitti Gunnar afabróðir og Immu og Jónu Kjartans. Hef ekki séð neitt af þeim í mörg ár. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að hitta Gunnar, hann er bara alveg eins og afi. Talar alveg eins.

Þegar ég kom í bæinn var náttla brunað á djammið. Ása og Ingi komu í heimsókn fljótlega eftir að ég kom heim (og var búin að spóla í gegnum formúluna, won´t go there!) Það var stuð á okkur þremur og eldhúsið bókstaflega í rúst þegar ég vaknaði. Það voru samt allir öfga settlegir og engir skandalar gerðir.

Í dag er ég bara búin að vera að taka til og þvo. Ætla að reyna að þrífa og gera eitthvað af viti. Later.

Engin ummæli: