24 maí 2004

Minnz er alveg öfga latur núna. Ég veit ekki hvort það sé þreyta eftir helgina eða hvað. Ég var bara róleg heima á föstudagskvöldið - alltaf sami engillinn ;) Á laugardaginn var ég að vinna og um kvöldið var smá partý heima. Ég held að við stelpurnar höfum endanlega gengið fram af honum bróður mínum í djammsögunum :p En það var stuð á okkur að sjálfsögðu. Í gær var formúlan. Ég horfði þangað til að Raikkonen datt út, þá heillaði Árni og rúmið meira. Ég missti því af því að sjá Schumacher detta út, djö... Hefði sko alveg viljað sjá það og helst henda Árna fram úr til að núa honum því um nasir :p Það var samt letidagur dauðans í gær. Við skötuhjúin sváfum allan daginn - grínlaust. Og samt var lítið mál fyrir mig að vera sofnuð aftur fyrir miðnætti og sofa á mínu græna í alla nótt. Það hlýtur eiginlega að vera einhver uppsöfnuð þreyta í gangi hjá okkur - þetta er ekki normalt.

Annars er maður lítið búinn að fylgjast með fréttum undanfarna daga. Það er víst búið að samþykkja fjölmiðlafrumvarpið. Það kemur svo sem ekki á óvart miðað við þá pólitík sem hefur verið stunduð á þinginu undanfarið. Nú verður Rólóragnar (eins og Kiddi segir) að láta til sín taka. Maður bara treystir á það!

En jæja, ég ætla að koma mér út í góða veðrið. Later

Engin ummæli: