Nokkuð góð grein á Deiglunni um áróður fjölmiðla. Aðallega er verið að benda á hversu erfitt getur verið að henda reiður á áróðri gagnvart stjórnmálamönnum í fjölmiðlum og er grein Moggans um Ólaf Ragnar tekin sem dæmi. Fólk verður nefnilegast að muna að Mogginn lýgur kannski ekki en hann hagræðir sannleikanum - rétt eins og aðrir fjölmiðlar gera. Góð blaðamennska eða slæm.. Það er sjálfsagt hægt að deila mikið um það en þetta er góð áróðursgerð engu að síður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli