21 maí 2004

Minnz átti bara frí úr vinnunni í gær. Ég flatmagaði bara upp í rúmi fram yfir hádegi. Fór þá og sótti hann Kristinn Breka. Við kíktum á sportbílasýninguna í Höllinni. Það var svaka gaman hjá okkur alveg þangað til Lamborghini bíllinn var þaninn fyrir sjónvarpsmyndavélarnar. Púkinn er með lítið hjarta í svona málum og rauk út á nóinu og fékkst ekki til að fara inn í salinn aftur. Ég held hann hafi samt verið sáttur með sýninguna og hann var alveg á því að ,,Schumacher bíllinn" (Ferrari Enzo) hafi verið lang flottastur þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar frænku hans um að Benzarnir hafi nú líka verið flottir...

Kiddi vildi svo endilega fá að fara heim til Erlu frænku þar sem við horfðum á Stubbana, fórum í bíló, lituðum og pússluðum. Að sjálfsögðu vorum við flottustu sportbílarnir og keyrðum hratt í bíló :P

Þegar ég var búin að skila púkanum vissi ég ekki alveg hvað ég átti af mér að gera - enda ekki vön að eiga svona frídaga. Ég og Agnes ákváðum að drífa okkur upp í Smáralind. Við fengum okkur að borða þar og fórum svo í bíó á Taxi 3. Algjör snilld eins og hinar Taxi myndirnar. Mæli alveg með henni. Þessar myndir eru eitthvað sem er möst að eiga upp í hillu.

Jæja, ætla að halda á með að vinna. Later

Engin ummæli: