26 maí 2004

Ég veit ekki hvort þetta sé kennarasyndrome sem ég er komin með en undanfarnar vikur og mánuði hef ég mikið verið að velta fyrir mér stafsetningunni á orðinu ,,ítarlegur". Ég hef alltaf skrifað það með einföldu í en hef verið að rekast á það víða skrifað ýtarlegur, meira að segja í kennslubókum sem ég hef verið að lesa í vetur (nb. skrifuðum af kennurum mínum í KHÍ). Þetta pirraði mig mikið svo ég ákvað að spurja íslenskukennarann minn, Ragnar Inga Aðalsteinsson, að því hvernig þetta orð væri skrifað og hvort það giltu einhverjar sérstakar reglur um það. Eins og um orðið skrýtið sem má skrifa bæði með einföldu og y-i.

Það er skemmst frá því að segja að Ragnar Ingi sagði mér það að samkvæmt orðabókum væri þetta orð skrifað með einföldu í eða ítarlegur. Ég vil því koma því á framfæri því það er alveg skelfilega ljótt að sjá þetta orð skrifað með y-i....

Engin ummæli: