14 október 2008

Það eru engir peningar í þessum banka...

Ég þurfti að fara í bankann í dag að borga reikninga og var með lausan pening til þess að borga þá. Það var hins vegar ekki hægt! Ég horfði skilningssljó á bankastarfsmanninn sem sagði mér að þetta væri peningalaust útibú og þeir tækju ekki við reiðufé. Ég gat ekki borgað reikningana hjá honum heldur. Hann var með greiðsluvél í andyrinu sem hann kenndi mér á. Ég varð því að taka af leigupeningunum mínum til þess að borga reikningana. Þeir peningar verða heilagri og heilagri eftir því sem það verður erfiðara að fá sendan pening frá Íslandi. Ég er ennþá að klóra mér í kollinum yfir því hvernig ég eigi að geta lagt inn á reikninginn fyrir því sem ég tók út í dag. Einhverjar hugmyndir hvernig maður leggur inn í banka sem geymir ekki reiðufé?

Engin ummæli: