26 október 2008

Að vera Íslendingur í útlöndum

Það er farið að vera hálf súrrealískt að vera Íslendingur í útlöndum þessa dagana. Það er svo sem engin að böggast en í hvert sinn sem ég segist vera frá Íslandi fæ ég sömu svipbrigðin. Eins og ég hafi verið að segja þeim skelfilegar fréttir og í kjölfarið kemur venjulega ,,I'm sorry". Er hægt að þýða það öðruvísi en ég samhryggist? Meira að segja kennarinn minn í Negotiation sem er með vel þjálfað pókerfeis sýndi mér svipinn. Tók andköf og allan pakkann.

Svo eru það brandararnir. Komdu endilega í mat ef þú átt ekki pening fyrir mat. Á ég að borga fyrir þig leigubílinn heim? Hitti einn gaur sem hélt að ég væri frá Argentínu. Mér fannst það fyndið fyrst en svo kom brandarinn. Ísland, Argentína, sama tóbakið. Ísland væri hvort eð er í sama skítnum og Argentína þegar þeir fengu aðstoð frá IMF.

Mér er hætt að finnast þetta fyndið.

Engin ummæli: