11 október 2008

Áfram Ísland!

Var að koma heim úr afar skemmtilegu matarboði. Það var stelpukvöld hjá Turi og Swati, sem er indversk, eldaði fyrir okkur dásemdar kræsingar að hætti Indverja. Við vorum frá sex löndum held ég og við Turi, sem er dönsk, erum alveg með það á hreinu að við komum frá frjálslyndustu löndunum. En það er gaman að heyra sjónarmið annarra og hvernig lífið er annars staðar samanborið við klakann. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir allt þá er maður glaður yfir að hafa fæðst á litla Íslandi. Við erum forréttindaþjóð þó svo við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því.

Á morgun er það svo Holland - Ísland. Ég er ekki lítið spennt yfir því að vera að fara á leikinn. Hef alltaf haft gaman af hollenska landsliðinu og það er bara vonandi að okkar menn standi eitthvað í þeim og við fáum skemmtilegan leik. Eða eins og maðurinn sagði; Betra er að fara á kostum en á taugum.

Engin ummæli: