15 október 2008

Kattarfár

Undanfarna viku eða svo hefur verið hálfgert kattarfár á veröndinni hjá mér. Einn eftirmiðdaginn kúrðu þeir þrír saman kettirnir beint fyrir utan gluggann hjá mér og virtust hafa það huggulegt. Stundum sitja þeir fyrir utan og mæna á mig á meðan ég læri. Ég veit ekki hvaðan þessi nýtilkomni áhugi á veröndinni minni kemur því þeir hafa látið mig í friði hingað til. Núna get ég ekki opnað út án þess að þurfa að passa upp á að kattarstóðið komi allt inn til mín. Það verður þó að segjast eins og er að þó svo að annarra manna kettir fari almennt alveg svakalega í taugarnar á mér - sérsaklega ef þeir vilja koma inn til mín - þá er nú samt sætt að sjá þá félaga Kasper, Jesper og Jónatan kúra þarna saman.

Engin ummæli: