Þá er Malasíukappaksturinn búinn og minn maður - Raikkonen - vann þar sína fyrstu keppni. Það er allt annað að sjá McLaren liðið núna og það er bara vonandi að það haldi sér svona allt tímabilið og við fáum að sjá hörkukeppni um heimsmeistaratitilinn í ár. Það var gaman að sjá Alonzo á palli, hann stóð sig vel þessa helgina og átti þetta fyllilega skilið. Næst verður svo Brasilía eftir hálfan mánuð, vonandi verður góð keppni þar líka.
Við systkinin kíktum út á lífið í gær ásamt Ellu og Bödda. Við byrjuðum á því að fá okkur pizzu sem ég eldaði fyrir okkur með hjálp frá Ellu. Síðan var spilað þangað til við fórum inneftir. Við fórum á Kaffi Ísafjörð og skemmtum okkur alveg ljómandi vel. Ég og Ella slógum rækilega í gegn á dansgólfinu! Dagurinn í dag er svo búinn að vera ansi þunnur svo ekki sé nú meira sagt..
Jæja, ég er hálf tóm í haus eitthvað.. Er að spá í að henda mér upp í sófa og hafa það kósý..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli