03 mars 2003

Jæja, þá er maður loksins komin heim. Það er alveg merkilegt hvað það er alltaf gott að koma heim úr ferðalögum - eins og það er gaman að fara eitthvað! Ég byrjaði náttúrulega á því að fara í bollur til ömmu. Fiskibollur í matinn og rjómabollur í eftirmat. Mundi svo allt í einu eftir því að það eru maskar núna - og ég á ekkert nammi :( Góði kennarinn.. Ég bæti úr því á morgun eða hinn. Er að spá í að draga Ellu og Unu með mér á maska - gæti orðið gaman.

Á föstudaginn fór ég að djamma með Öggu. Frekar klikkað djamm hjá okkur. Byrjuðum heima hjá Öggu, vorum frekar lengi þar af því að hún var svo lengi að velja sér föt! Alveg búin að taka við mínu hlutverki í því greinilega. Kíktum svo upp í Listaháskóla þar sem að einhverjir sem eru í grafísku hönnuninni með Öggu voru að djamma. Fórum á Spotlight að heimsækja Jóa, kíktum á Hverfisbarinn - ég var ekki alveg að fíla troðninginn þar - á Gaukinn, Sportkaffi... Man ekki meira :p Hef aldrei flakkað svona mikið á einu djammi. En það var nú rosalega gaman hjá okkur ;) Meira að segja svo gaman að það var lítið um djamm á laugardagskvöldinu.. Kíkti þá á rúntinn með Hrafnhildi, það var rólegt og fínt. Sáum Laugaveginn frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Í gær komu svo Dagný og Haukur í mat með Kristinn Breka. Ég eldaði burritos fyrir okkur og seinna um kvöldið kíktum við Agga á Brennsluna. Í dag var svo verið að klára að útrétta allt og flogið heim seinnipartinn.

Alveg er ég orðin orðlaus á þessum blessaða forsætisráðherra okkar. Ekki það að ég ætli að taka afstöðu í þessu mútumáli, maður hefur ekki hugmynd um hverjum er hægt að trúa þar, en hrokinn og yfirgangurinn í manninum er ótrúlegur. Það er virkilega sorglegt að sjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins verja þessa tilburði. Hann er algjörlega að fara yfir strikið núna karlgreyið.. Það sorglega samt er að hinir flokkarnir eru bara ekkert mikið skárri. Pólitíkin á Íslandi í dag er eiginlega bara hund leiðinleg! Menn virðast ekki geta skipst á skoðunum án þess að þurfa að vera með skæting og dónaskap. Hvað varð um þá hæfni fólks að geta sýnt hvoru öðru kurteisi og virðingu? Mér finnst þetta sorgleg þróun. Eins og það var gaman að horfa á Silfur Egils og fylgast með pólitískri umræðu fyrir svona tveimur árum síðan. Verð að viðurkenna að ég er farin að slökkva á sjónvarpinu eða skipta um stöð þegar að umræða um stjórnmál byrjar.. og þá er nú mikið sagt!

Jæja, ætla að fara að drífa mig út í sjoppu að kaupa nammi fyrir maskana. Get ekki verið þekkt fyrir annað!

Engin ummæli: