19 mars 2003

Ég var að fá símareikninginn fyrir seinasta mánuð. Ég sendi 507 sms.. Mamma skilur ekkert í því hvernig ég fer að þessu og ég verð eiginlega að viðurkenna að ég geri það ekki heldur. Ég held samt að þetta sé tengt því hvað mér leiddist mikið í janúar og febrúar. Enda var nákvæmlega ekkert um að vera hérna þá.

Ég er alveg að mygla í öllu þessu árshátíðarstússi. That´s not my idea of fun! Þegar að það er stigsvinna væflast ég bara um, get ekkert hjálpað krökkunum. Svo þarf ég að hafa leikæfingu á hverjum degi eftir skóla. Það er endalaust vesen að fá krakkana til að mæta og fá suma til að fara með textann sinn með smá tilfinningu. Ég verð alveg svakalega fegin þegar árshátíðin verður búin!

Nú á víst að ráðast inn í Írak í nótt. Ég verð að viðurkenna það að rökin fyrir þessu stríði finnst mér heldur léttvæg. En það er kannski ekki við neinu öðru að búast frá Bush - ef hann hefur einhverjar gáfur þá eru þær ekki gáfulega notaðar. Ég var mjög ánægð að heyra að Robin Cook - utanríkisráðherra Bretlands - hefði sagt af sér til að sýna andstöðu við stríð. Það er bara verst að þegar er verið að fást við jafn stórt afl og Bandaríkin þá skiptir afstaða annarra engu máli. Eins og sést hefur í þessu máli. Bush ætlar sér að ljúka því sem pabbi hans hóf alveg sama hvað aðrar þjóðir segja. Maður verður eiginlega bara að krossa fingur og vona að þetta fari vel, já eða eins vel og hægt er þegar tveir klikkhausar fara í hár saman.

Daddara.. Jeg er stone completely dead eitthvað. Vantar nammi... Get samt ekki mætt með það á æfinguna á eftir - djö... Er að spá í að drífa mig í sund eftir vinnu og svo á körfuboltaleikinn innfrá í kvöld..

Engin ummæli: