Jæja þá er maður kominn í helgarfrí!! Þetta er búið að vera öfga erfið vika. Merkilegt hvað það getur verið erfitt að koma sér í gang eftir svona frí. Ég fór samt í leikfimi í gær - alveg rosalega dugleg :)
Þá er fyrri hlutinn af tímatökunum búinn. Minn maður, Raikkonen, varð annar :) Glæsilegur árangur það. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta verður allt saman út af nýju reglunum. Maður getur einhvern vegin ekkert séð út fyrir fram hvernig þetta verður. En það gerir þetta bara ennþá skemmtilegra. Þetta var náttúrulega ekki eðlilega leiðinlegt í fyrra.
Jæja, ég er ekki eðlilega tóm í haus. Var að kenna 9. bekk ensku í seinasta tímanum í dag og var ekkert að meika það. Leyfði þeim bara að hlusta á U2 :p Ætla að fara að dúllast með ömmu inn á Ísafirði..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli