31 mars 2003

SVENNA SYSTIR HENNAR ÖMMU ER SEXTUG Í DAG. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SVENNA MÍN!

Jæja, þá er vinnuvikan byrjuð. Þessa vikuna verður engin hefðbundin kennsla heldur einkennist vikan af undirbúningi fyrir árshátíðina sem verður á laugardaginn. Ég var alveg að fara yfir um í morgun. Það er þvílíkur losarabragur á þessu og maður veit ekkert hvað maður á að vera að gera. Ég er reyndar búin að fá að vita að ég verð með minn hóp út í félagsheimili kl. 8 í fyrramálið. Ég ætla bara að vona að það gangi vel. Það verður hátíð hjá mér á sunnudaginn þegar þetta verður allt saman búið. Það er meira að segja formúla! Rosalega ætla ég að hafa það gott :)

Inn á kennarastofu er mikil umræða núna um offitu. Hvað er offita og allt það. Það er ein hérna sem er vel í holdum og hún var að gantast með að hún væri með andstæðuna við anorexíu. Þegar hún liti í spegilinn þá sæi hún alveg tággranna manneskju... Það er spurning hvort að sá sjúkdómur sé til..

Jæja, ég ætla að fara að drífa mig heim. Þarf að fara á fyrirlestur hjá Stefáni Karli um einelti í kvöld og ætla að sjá hvort ég nenni að mæta í leikfimi á eftir..

Engin ummæli: