24 mars 2003

Jæja, þá er best að reyna að röfla eitthvað hérna og drepa tímann þangað til að ég má fara heim. Í dag er viðvera þannig að ég verð að vera í skólanum til kl 4. Venjulega kemur maður engu í verk á þessum tíma því það eru allir að þvælast um hérna og engin vinnufriður. Mér finnst best að vinna bara heima, þar truflar mann enginn.

Ég er búin að vera að spá hvað ég gæti talað um hérna. Það er einhvern vegin engin umræða um neitt í samfélaginu nema þetta blessaða stríð í Írak og ég er ekki að nenna að ræða það. Enda lítið um það að segja þannig lagað séð. Hver heilvita maður sér að það er ekkert point með þessu.. Ég fékk tillögu frá Atla vini mínum, sem býr á Akureyri, að ég ætti bara að tala um hann. Þannig að svo ég segi ykkur eitthvað frá honum þá er hann voða sætur strákur sem býr á Akureyri eins og ég var búin að segja. Alveg eldklár strákur. Svo er ég að kenna með henni Halldóru Dagnýju. Hún verður þrítug á næsta ári og við erum að spá hvort og þá hún komi til með að breytast við það. Hvort að brjóstin byrji að síga og svona. Ég er samt ekkert viss um að það gerist. Maður verður víst að halda í vonina að maður verði ekki orðin algjör kelling þegar maður verður þrítugur! :p

Það verður ball í Hnífsdal á föstudaginn :) Hljómsveitin Í svörtum fötum verður að spila. Það verður örugglega alveg rosalega gaman. Ein besta ballhljómsveit landsins á einum besta ballstað landsins! Þið vitið að það er nóg pláss heima ef þið viljið koma í heimsókn og djamma með mér ;) blikk blikk ;) Jæja, ég ætla að hætta þessu röfli áður en ég fer að steypa einhverja vitleysu...

Engin ummæli: