10 mars 2003

Jæja, þá er fyrsta formúlukeppnin búin. Þvílík keppni! Ég bara man ekki eftir að hafa séð svona mikið action í einni keppni. Ég var að sjálfsögðu hæst ánægð með mitt lið. McLaren tók fyrsta og þriðja sætið :) Það er bara vonandi að allt tímabilið verði svona líflegt og skemmtilegt! Villeneuve var líka að koma á óvart - ég verð að standa með Hjördísi og vona að hann standi sig betur en Button í ár og haldi þar með sæti sínu hjá BAR.

Annars var helgin bara nokkuð róleg. Ég kíkti aðeins á Kaffi Ísafjörð með Ellu og Bödda. Var nú samt bara á bíl - voða góð. Það var eitthvað happdrætti í gangi og haldiði ekki að mín hafi unnið kassa af bjór!! Ekkert smá lukkuleg með það. Síðan fór ég í skírn í gær hjá Jónasi og Sólrúnu. Litli púkinn heitir Einar Geir og er að sjálfsögðu algjör dúlla.

Núna er ég í forfallakennslu í tölvum.... Bannað að hlægja!! Þar sem að ég er svo öfga klár á tölvur þá ákvað ég að leyfa þeim bara að leika sér :p Þá gat ég líka kíkt á MSN og bloggað.. Sló margar flugur í einu höggi! Þá er bara einn tími eftir í dag - íslenska hjá 7. bekk - og síðan er viðvera til 4 og leikfimi kl 5. Ég ætla síðan að fara öfga snemma að sofa í kvöld.. Er eitthvað svo þreytt eftir helgina..

Engin ummæli: