27 mars 2003

Ég fór í leikfimi í dag.. Er búin að skrópa í leikfimi allt of lengi og er gjörsamlega búin á því.. Ekki sniðugt.. Þarf greinilega að vera miklu duglegri að mæta, enda ætla ég að taka mig á núna. Ég fór inn á netið til að drepa tímann þangað til að Sex and the City byrjar. Það er alveg ómögulegt að hafa þessa þætti svona seint á kvöldin, það er komin háttatími hjá mér þegar þetta byrjar. Ég held að þetta séu ellimerki hjá mér. Einu sinni var ég alltaf svo spræk á kvöldin en núna verð ég að vera komin upp í rúm um tíuleytið annars er ég ónýt í vinnunni daginn eftir. Ekki nema að krakkarnir séu svona miklar orkusugur. Það er náttúrulega heppilegri skýring heldur en að ég sé orðin gömul :p

Núna er að koma pása á dekurlífið hjá mér. Amma er nefnilegast að fara suður á morgun og verður í rúma viku.. Ég er strax farin að hafa áhyggjur af því hvað ég eigi að fá mér að borða.. Það verður allavegana eitthvað fljótlegt á morgun því ég á að vera mætt inn á Ísafjörð kl 9. Eins og ég var búin að segja er ball í Hnífsdal á morgun, Í svörtum fötum verða að spila. SUF - Samband ungra framsóknarmanna - heldur ballið og ég bauð fram aðstoð mína á barnum. Reyndar gegn því að ég fæ að djamma á barnum - og fæ danspásur svona annað slagið. Svo verður bara hrunið í það eftir ball skilst mér. Ætti að verða mikið stuð. En ef einhver vorkennir mér rosalega og vill koma og elda fyrir mig næstu vikuna þá er það velkomið :p

Jæja, ég er ekkert að segja af viti hérna.. Best að reyna að horfa á NYPD Blue til að drepa tímann fram að Sex and the City..

Engin ummæli: