Ég fór í sund í gær eins og ég ætlaði mér. Stoppaði reyndar mjög stutt í heita pottinum því að pottaskelfir var þar. Þegar ég ætlaði að flýja í nuddpottinn þá elti hann greyið svo ég fór bara upp úr. Við Ella fórum svo á leikinn í gærkvöldi. KFÍ var að spila við Ármann/Þrótt um sæti í úrvalsdeildinni að ári. Þetta var nú bara ágætis leikur. KFÍ vann í framlengingu þannig að þeir koma til með að spila á meðal þeirra bestu á næsta ári. Það verður gaman að fylgjast með því. Á morgun spila þeir svo við Þór um meistaratitilinn í deildinni - og ef þeir vinna það verður væntanlega mikið djamm! Ekki leiðinlegt!
Annars er nú bara allt fínt að frétta úr Bolungarvíkinni. Finnabær verður opnaður fyrir páska þannig að bráðum getur maður farið að kaupa sér eitthvað að borða hérna aftur - já og kíkja á pöbbinn ;) Svo er búið að vera líflegt á fasteignamarkaðinum. Alda Karen og Bjössi voru að flytja vestur og taka við Finnabæ. Þau voru að kaupa af Möggu Eyjólfs. Síðan var Matta á pósthúsinu að kaupa inn á grundum, við hliðina á Nonna Bjartar. Svo er Unni að skoða hvort hann geti keypt af Dodda hennar Magneu Guðfinns. Stebba og Óli eru svo í greiðslumati því þau eru að spá í að kaupa af Jóhannesi og Halldóru uppi á Hjallastræti. Svo er Stebba ólétt aftur, Íris læknir er líka ólétt. Hmm, man ekki meira slúður - nú getur samt enginn kvartað yfir því að ég hafi gleymt að segja frá! Heyrðu jú, það var brotist inn í Tröð aðfararnótt þriðjudagsins. Stolið sígarettum og einhverjum peningum held ég. Bragi dóp og co hljóta að vera líklegir kandídatar. Svo er verið að loka blómabúðinni hérna. Soffía ætlar samt að halda áfram með búðina innfrá og vera í samkeppninni þar. Skil ekki alveg hvað hún er að pæla. Daddara.. Held að ég muni ekki meira..
Jæja, ég er að spá í að drífa mig heim. Ég var að frétta að bróðir minn hefði komið vestur í morgun! Það er ekki verið að kíkja í skólann til að láta mig vita... Maður hefur það svo bara rólegt í kvöld. Fæ reyndar eina gellu í aukatíma í ensku - en það reddast nú..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli