11 mars 2003

Þá er maður farinn að undirbúa umsóknina í Kennó. Ég var að gera starfsferilsskrá sem ég þarf að skila með í gærkvöldi. Var ekki alveg viss hvernig maður gæti gert svona skrá svo vel væri, en Anna skólastjóri er búin að kíkja yfir þetta hjá mér og samþykkja. Svo á maður að skila mynd með umsókninni - er ekki alveg að skilja það. Þarf víst að láta taka af mér passamynd. Þá er bara að vona að maður sé nógu sætur til að komast inn í skólann :p

Þann 5. apríl verður árshátíð skólans. Í ár verður eitt stórt leikrit sem að 5. - 10. bekkur setja upp fyrir utan hefðbundið kennaragrín 10. bekkjar. Ég er ekkert smá fegin að vera ekki að kenna þeim.. Ég á að leikstýra einum þætti í stóra leikritinu.. Er ekki alveg að sjá fyrir mér hvernig ég eigi að fara að því með mína rosalegu leikhæfileika! Það hlýtur samt að reddast einhvern vegin. Unglingastigið er líka að fara að hanna búninga og sviðsmynd fyrir leikritið og búa þetta allt til að sjálfsögðu.Við kennararnir eigum að leiðbeina þeim við þetta. Ég verð að viðurkenna að ég kvíði því svolítið.. Smíðar, hönnun og saumaskapur er ekki mín sterkasta hlið.. Ég þyrfti eiginlega að fá Öggu til að kenna fyrir mig í þessum tímum :p

Ég er búin að vera á kjaftatörn síðan ég kláraði að kenna í dag. Hef smá áhyggjur af tveimur stelpum sem ég er að kenna og hef verið að fá ráð hjá þeim eldri og vitrari hvað er hægt að gera.. Er að spá í að drífa mig í sund og hreinsa aðeins hugann. Leggjast í pottana og plana næstu helgi með Ellu. Böddi er einn heima og mér skilst að það eigi sko að djamma.. Ég var svona að reyna að benda þeim á að ég væri alltaf ein heima - er einhvern vegin löngu dottin úr þeim gír að halda partý þegar ég er ein heima.. En það verður svo sem gaman að upplifa smá gelgjufíling svona einu sinni á gamals aldri :p

Engin ummæli: