13 apríl 2003

Það er eitt sem ég var að spá. Núna eru femínistar að gera allt vitlaust út af þessari Flugleiða auglýsingu. Eins og ég var búin að tjá mig um þá finnst mér þetta frekar mikil della hjá þeim. Flugleiðir eru að nota stereótýpu - sem nota bene enginn getur þrætt fyrir að sé ekki sönn - til að auglýsa ferðir sínar. Thule notar líka þessa aðferð í sínum auglýsingum. Gerir grín að Íslendingum yfir höfuð - og enginn gerir athugasemdir við það. Þær auglýsingar þykja bara flottar. Samt er verið að taka fyrir þá stereótýpu sem er af Íslendingum erlendis. Alveg eins og Flugleiðir eru að gera. Eins er Húsasmiðjan núna að keyra auglýsingar þar sem sýnt er ungt par sem er að koma sér fyrir á nýju heimili. Þar á konan að vera að skilja eftir miða til að minna manninn sinn á að klára hitt og þetta innan heimilisins. Ein auglýsingin sýnir t.d. manninn sækja sér epli í pínkulítinn ísskáp. Þá blasir við honum miði frá konunni - sem situr og fylgist með honum - ,,muna ísskáp". Af hverju í ósköpunum reddar hún ekki ísskápnum sjálf? Þarf kallinn endilega að gera það?? Geta konur ekki verslað í Húsasmiðjunni líka??!! Ég hefði haldið að þetta myndi nú gera femínistana brjálaða... En svo virðist ekki vera. Það virðist skipta máli hvaða stereótýpa er notuð í auglýsingum. Ef undirtónninn er kynferðislegur þá verða konurnar brjálaðar. Það spáir enginn í því að það er örugglega ekki eingöngu verið að markaðsetja þessar ferðir til Íslands fyrir karlmenn. Konur geta alveg komið til Íslands og átt hér dirty weekend. Íslenskir karlmenn eru bara ekkert að taka þetta til sín!!

Jæja, er að spá í að fara að gera eitthvað af viti.

Engin ummæli: