Jæja, þá er best að fara að segja eitthvað af viti hérna. Er ekkert búin að röfla um pólitík eða neitt lengi!!
Ég er loksins búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Er búin að ákveða að gefa pabba gamla (og Framsókn) atkvæðið mitt. Eins og ég var búin að segja hérna var ég að spá í að kjósa Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu en eftir forsætisráðherra auglýsinguna hætti ég öllum slíkum pælingum. Að prómótera einstakling út af kynferði finnst mér út í hött. Það á enginn að græða á kynferði sínu - hvort sem það er karl eða kona. Það skein í gegnum alla þessa auglýsingu - loksins eigið þið kost á konu sem forsætisráðherra.. Það var nóg til þess að missa af mínu atkvæði. Svona kynjakvótastefna finnst mér ekki vera jafnréttissinnuð. Hún ýtir undir það að karlmönnum sé mismunað. Sumir myndu þá segja að karlmenn ættu það inni - en hvers eiga karlmenn okkar kynslóðar að gjalda?!?! Það er ekki þeim að kenna hvernig fortíðin hefur verið og þeir eiga ekki að líða fyrir það. Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um starf á að boða báða í viðtal, láta þá velja skjaldarmerkið eða loðnuna og sá sem vinnur uppkastið fær vinnuna. Þannig getur enginn kvartað undan misrétti. Annars er ég alveg á því að Framsókn er að vinna kosningabaráttuna þegar kemur að sjónvarpsauglýsingum. Eins og Gunnar Smári sagði í Íslandi í dag í kvöld þá hafa aldrei áður verið fyndnar auglýsingar í kosningabaráttu á Íslandi. Auglýsingin þar sem gaurinn er að reyna að taka bensín er gargandi snilld!! Auglýsingarnar með húsnæðislánunum eru líka góðar. Sérstaklega í því samfélagi sem við búum í í dag þar sem að krakkar eru heima hjá foreldrum sínum langt fram undir þrítugt... Hinir stjórnmálaflokkarnir eru heldur ekki alveg að gera það fyrir mig. Frjálslyndir... Sorrý, en ég hef nákvæmlega enga trú á Adda Kitta Gau eins og ég hef sagt áður. Ég meina, þeir misreiknuðu sig um litla 10 milljarða í skattalækkunarloforðum sínum... Frambjóðendur þeirra hafa líka komið illa út úr umræðuþáttum. Alltof oft sér maður liðið reyna að krafla sig út úr einhverju sem það virðist varla vita neitt um. Þetta lið er sameinað í kringum kvótakerfið - sem er svo sem gott og blessað - en ég er bara ekki að sjá þau gera neitt í öðrum málaflokkum. Fyrir utan það að það eru alltof miklar líkur á því að þau fari í stjórn með íhaldinu ef sú staða kæmi upp. Meirihlutinn af þessu liði er klofningur þaðan og á því í raun meira sameiginlegt með þeim heldur en hinum flokkunum. Þetta Nýja afl... Maður veit einhvern vegin ekkert um þá, en þetta lítur út fyrir að vera bara einhverjir miðaldra karlmenn sem langar til að gera eitthvað annað en að reyna við yngri gellur í sínum midlife crisis... Vinstri grænir, well, ég er alltaf hrifin af Steingrími. Hann kemur mjög vel fyrir og maður veit hvar maður hefur hann sem stjórnmálamann. Ég er mjög hrifin af hugmynd þeirra um að fella niður leikskólagjöldin. Að mínu mati á leikskólinn að vera fyrsta skólastig barnsins - ekki bara í orði heldur á borði líka. Það á að gera þeim hærra undir höfði og reyna að útrýma þeirri hugsun að þeir séu bara geymslustaðir fyrir púkana. En þetta er ekki hægt að gera án þess að fella niður leikskólagjöldin. Með því að vera að rukka þau er verið að halda í þá hugsun að þetta sé bara geymslustaður. Þetta er hins vegar ein af fáum hugmyndum þeirra sem mér líst eitthvað á, er greinilega ekki nógu mikill kommi til að kjósa þá :P Íhaldið... Well, you all know what I think about them! Þeir stjórna efnahagnum vel en þegar kemur að einhverju sem heitir velferðarkerfi eru þeir alveg glataðir. Íhaldið er t.d. búið að vera eitt með meirihluta í LÍN undanfarin ár - og frammistaðan þar hefur ekki verið að heilla mig.. Dr. GIB hefur ekki verið að gera neitt sérstakt á þessum vígstöðvum og ég vil sjá íhaldið út úr stjórn LÍN með hraði. Mér finnst alveg furðulegt að stúdentar kjósi Vöku í meirihluta stúdentaráðs. Ætli liðið sé að átta sig á tengslum Vöku við stjórn sjóðsins undanfarin ár og því sem að íhaldið hefur gert (já eða ekki gert) fyrir námsmenn á meðan þeir hafa haft menntamálaráðuneytið..
Á Skírdagskvöld fór ég á kosningaskemmtun á Flateyri. Þar kom Óli popp með nokkuð góðan punkt um þessa auglýsingaumræðu og Flugleiðir og allan þann pakka. Hann ætlaði að fara í mál við Pampers fyrir að stíla eingöngu inn á mömmur í auglýsingum sínum. Mér fannst það ansi góður punktur því að þessir femínistar virðast aðeins vilja jafnrétti á sérvöldum stöðum... Þegar ég pæli í baráttu þeirra þá detta mér oft í hug orð sem einhver voðalega vitur sagði einhvern tíman: ,,Gallinn við jafnréttið er sá að við viljum aðeins vera jöfn þeim sem standa okkur ofar". Þetta segir allt sem segja þarf....
Það er í alvörunni að byrja mynd á Stöð 2 sem heitir ,,Orgazmo"... Eftir byrjunarmyndunum að dæma á þetta að vera eitthvað ofurmenni sem hlýtur að eiga að geta gefið fullnægingar á færibandi. Ég veit ekki hvernig lífið væri ef maður gæti bara fengið eitt stykki ofurgaur til að fullnægja sér á hverju kvöldi - orðið alltof langt síðan ég hef átt kærasta :P Jæja, ætla ekki að fara út í þessa umræðu - veit ekki hvort mamma og pabbi lesa þetta :p Oh my god.. Orgazmo gaurinn er að bjarga einhverri gellu frá Ron Jeremy.. Þvílíka steypan.. Ekki það að gellan hafi ekki verið heppin að losna undan Ron Jeremy :p Jæja, ég ætla að hætta þessu áður en ég fer út í einhverja vitleysu..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli